Ein Pæling

10 Episodes
Subscribe

By: Thorarinn Hjartarson

Hlaðvarp

#386 Brynjar Níelsson - Ríkið er ekki lausnin
Last Wednesday at 8:00 AM

Þórarinn og Brynjar tylla sér og ræða hin ýmsu mál. Í fyrstu er fjallað um það afhverju það er gott að búa á Íslandi og formann Sjálfstæðisflokksins.

Í kjölfarið er rætt um vanda Sjálfstæðisflokksins, kulnun, nýja ríkisstjórn, fjölmenningu, stjórn Reykjavíkurborgar, spillingu, skólamál, lyfjanotkun barna, væl innan veggja háskólanna og margt fleira.

- Er hægt að taka mark á háskólagráðum?

- Er Ísland fjölmenningarsamfélag?

- Afhverju eykst lyfseðilsskyld amfetamín notkun barna?

Þessum spurningum er s...


#385 Sigurður Anton - Hvað er fasismi?
01/11/2025

TikTokstjarnan Sigurður Anton vakti mikla athygli í aðdraganda nýliðinna alþingiskosninga þar sem hann ræddi um fasisma, stjórnmálin, nýfrjálshyggju og fleira.
Í þessum þætti er rætt um þau mál ásamt fyrirtækjaeign verkafólks, kynferðisafbrotahringi í Bretlandi, kynjamál og margt fleira.

Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling


#384 Sölvi Tryggvason - Sjálfsábyrgð, RÚV og Donald Trump
01/05/2025

Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsstjórnandi með meiru, spjallar við Þórarinn um stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, heilsu, Donald Trump, RÚV og margt fleira.


- Afhverju klárar RÚV ekki umfjöllunina um Sölva Tryggvason?
- Sölvi Tryggvason er spenntur að sjá breytingarnar sem Donald Trump og Robert F. Kennedy munu gera.
- Myndi Sölvi starfa hjá RÚV fyrir þrjár milljónir á mánuði?


Þessum spurningum er svarað hér.


#383 Björn Jón Bragason - Sjálfshatur hins Vestræna heims
12/30/2024

Björn Jón Bragason mætir í settið og ræðir hina ýmsu hluti. Meðal annars mannréttindi, stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, hægribylgju ungs fólks, menningarlega afstæðishyggju, vinstri róttækni og Vestræn Gildi.


- Fylgja því engar kröfur að gerast íslenskur ríkisborgari?
- Er hægribylgja ungs fólks óumflýjanleg?
- Er menningarleg afstæðishyggja fyrirlitlegri en aðrar syndir?


Þessum spurningum er svarað hér!


#382 Albert Jónsson - Ísland geti ekki sturtað niður efnahagi landsins í þágu loftslagsaðgerða
12/26/2024

Þórarinn ræðir við Albert Jónsson, sérfræðing í málefnum alþjóðasamskipta ásamt því að hafa verið ráðgjafi á hinum ýmsu sviðum í öryggis- og varnarmálum fyrir sendiherra og ráðherra.


Í þessum þætti er rætt um átök í Sýrlandi, hagsmuni Íslands í breyttum heimi og sérstöðu Íslands í loftslagsmálum


#381 Sigríður Mogensen - Orkumálastjóri skaðaði umræðuna um orkumál
12/23/2024

Þórarinn ræðir við Sigríði Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafarnefndar EFTA, um iðnað á Íslandi.
 
- Hvernig skaðaði Halla Hrund Logadóttir, fyrrum orkumálastjóri, umræðuna um orkumál?
- Er Íslandi betur borgið innan ESB?
- Mun Valkyrjustjórnin vera stjórn verðmætasköpunnar?
- Afhverju er erlend fjárfesting álitin tortryggileg?


Þessum spurningum, og fjölmörgum fleirum, er svarað hér.


#380 Björn Berg Gunnarsson - Jólahagfræði, verðmætasköpun og ábyrgð foreldra
12/21/2024

Þórarinn ræðir við Björn Berg Gunnarsson, ráðgjafa, rithöfund og fyrirlesara, um jólahagfræði, ábyrgð foreldra, stjórnmálin og margt fleira.

- Ætla foreldrar að bíða eftir því að kerfið kenni börnunum að reima skóna?
- Er skynsamlegt að taka Netgíró lán?
- Mun Valkyrjustjórnin leggja grunn að verðmætasköpun?

Þessum spurningum er svarað hér.


#379 Halldór Armand - Hugmyndafræði kraumar undir öllu í samfélaginu
12/19/2024

Halldór Armand skrifaði nýlega bók sem að heitir Mikilvægt rusl og fjallar um sorphirðufólk á tímum hrunsins. Í upphafi hlaðvarpsins er rætt stuttlega um bókina en þorri hlaðvarpsins fer í að ræða listamannalaun, hugmyndafræði og stjórnmálin.


- Er maður líklegri til að fá listamannalaun ef maður skrifar um loftslagskvíða á Gaza?
- Eru stjórnmálaflokkar raunverulega femínískir?
- Er fyrirtækjum á Íslandi raunverulega annt um fjölbreytileikann?
- Voru hvítir karlar afhöfðaðir við úthlutun listamannalauna?


#378 Gummi Hafsteinsson - Gervigreind: Framþróun og glötuð tækifæri
12/17/2024

Guðmundur Hafsteinsson, eða Gummi, hefur gefið út bók sem ber heitið Gummi. Í bókinni fjallar hann um litríkan feril í tæknigeiranum en hann kom að vinnslu Siri, Google Maps og fjölda annarra smáforrita í vinnu sinni fyrir stærstu fyrirtæki heims í tæknigeiranum, bæði Apple og Google. Í þessum þætti er farið yfir vítt svið og Guðmundur spurður eftirfarandi spurninga:


- Verður Evrópa eftirbátur framþróunar vegna takmarkanna á gervigreind?
- Hefði Google getað orðið til á Íslandi?
- Er Ísland í sóknartækifæri til þess að verða frumkvöðull á...


#377 Jakob Birgisson - Kerfið, kulnun síminn og Flokkur fólksins
12/15/2024

Þórarinn og Jakob Birgisson fara um víðan völl. Í upphafi er rætt um stjórnmálin og úrslit kosninganna, trúverðugleika flokkanna, símanotkun barna, kulnun, bakslagið og margt fleira.