Ein Pæling

40 Episodes
Subscribe

By: Thorarinn Hjartarson

Hlaðvarp

#345 Björn Jón Bragason og Agnar Tómas Möller - Ríkjandi hugmyndafræði menntaelítunnar er skemmdarstarfsemi
Today at 8:00 AM

Þórarinn ræðir við Björn Jón Bragason og Agnar Tómas Möller um tengsl þekkingar, efnahagslegs frelsis og pólitísks frelsis. Sérstök áhersla er lögð á menningu og menntakerfið sem undirstöður framfara í nútímasamfélagi.

Þremenningarnir vara við að óveðurský séu farin að hrannast upp og að verði ekki gripið í taumana muni þróunin leiða til minni velsældar fyrir komandi kynslóðir.
Hugleiðingarnar eru settar í sögulegt samhengi með hliðsjón af Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.

Fjallað er um breytingar á arfleifð ólíkra pólitískra leiðtog...


#434 Ævar Sveinn Sveinsson - Sveitarfélögin ábyrg fyrir fasteignaskorti og hárri verðbólgu
Last Saturday at 8:00 AM

Þórarinn ræðir við Ævar Svein Sveinsson, húsasmiðameistara og verktaka um húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um þau atriði sem að viðhalda skorti á húsnæði og hvað veldur því að ákveðnar íbúðir seljast ekki. 


Ævar Sveinn telur að afköst þeirra sem starfa við húsnæðisuppbyggingu sé ekki nálægt því sem hún gæti verið. Ástæðan sé einföld; ákvarðanir stjórnvalda. Þétting byggðar, hagsmunaárekstrar er varðar úthlutun lóða, félagsleg úrræði og annað veldur því að verktakar veigra sér við að fara í verkefni.
<...


#433 Gunnar Smári Egilsson - Yfirtaka hýenuhvolpa á Sósíalistaflokknum
07/02/2025

Þórarinn ræðir við Gunnar Smára Egilsson um stöðu sósíalisma á Íslandi í samhengi við yfirtöku nokkurra aðila á Sósíalistaflokknum nýverið.

Rætt er um hugmyndafræðina, pólitíkina, hvort að Gunnar sér sár yfir því að hafa verið bolað út, hvort að byltingin éti alltaf börnin sín, staða Samfylkingarinnar, stöðu vinstrisins, peninga Sósíalistaflokksins og hvort að Gunnar Smári sé hættur í stjórnmálum. 

- Étur byltingin alltaf börnin sín?
- Hver á peninga Sósíalistaflokksins?
- Tekst þeim sem drápu kónginn að leiða áfram baráttu...


#432 Frosti Logason - Þversagnir og fráhvarf rétttrúnaðarins
06/30/2025

Þórarinn ræðir við Frosta Logason, fjölmiðlamann með meiru sem stýrir þáttum ða Brotkast.is. Fjallað er um hvernig rétttrúnaðurinn náði tökum á akademíu í Vestrænum háskólum og leikhúsinu, uppruna woke-sins í samhengi við Frankfurtar Háskólann, Ísrael, Íran og Írak, #MeToo, innflytjendamál og Vestræn gildi.

- Afhverju kemur straumur fólks til Evrópu sem hatar Evrópsk gildi?
- Hver er afrakstur #MeToo?
- Afhverju styður fólk Íran?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan...


#431 Sigríður Á Andersen - Fengjum legusár við borðið í ESB
06/26/2025

Þórarinn ræðir við Sigríði Á Andersen, þingmann Miðflokksins um stjórnmálin á Íslandi, veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og bókun 35.

Rætt er sérstaklega um áhrif veiðigjaldafrumvarpsins á byggðir út á landi og hvort að það muni koma til með að skila árangri þegar allt kemur til alls. Einnig er rætt um réttaráhrif Bókunar 35 á dómskerfið á Íslandi, hvort að aðrar reglur þurfi að lúta í lægra haldi og fleira.

- Fengjum við legusár við borðið hjá ESB?
- Afhverju vill ríkisstjórnin innleiða veiðigjaldafrumvarp sitt jafn hratt og raun ber...


#430 Teitur Atlason - Vinstrimenn skapa öfgahægrið með rasistastimplinum
06/23/2025

Þórarinn og Teitur Atlason ræða hreinskilningslega um hælisleitendamál á Ísland og í Evrópu. Fjallað er um flóttafólk í samhengi við velferðarkerfið og vakiðathygli á ýmsum málum er varðar sumarfrí flóttafólks til heimalands sem það er að flýja, atvinnuþátttöku í Evrópulöndum, öfgahreyfingar og vinstrið, hópinn Ísland þvert á flokka og margt fleira.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur þurft að þola mikla gagnrýni fyrir sína útlendingastefnu en Þórarinn og Teitur halda báðir fram að hún hafi margt til síns máls.

- Afhverju sækir fólk á flótta í sumarfrí til h...


#429 Diljá Mist Einarsdóttir - Við mætum ekki ómenningu á miðri leið
06/21/2025

Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í þessum þætti er rætt um ýmsa hluti. Meðal annars Facebook, stjórnmál á Íslandi, stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum, tvískinnung femínista og margt fleira.

- Eigum við að koma til móts við ómenningu?
- Afhverju eru femínistar tilbúnar að styðja íhaldssöm gildi er varðar klæðaburð kvenna?
- Er ný ríkisstjórn að gera allt sem síðasta ríkisstjórn gat ekki gert?



Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og u...


#428 Gunnar Úlfarsson - Svartir sauðir þrífast best á opinberum vinnumarkaði
06/18/2025

Þórarinn ræðir við Gunnar Úlfarsson, hagfræðing hjá Viðskiptaráði um svarta sauði á opinberum vinnumarkaði og húsnæðismál. Fjallað erum áhrif þess á vinnustaðamenningu að yfirmenn hafi fá sem engin bjargráð til þess að losa sig við lélega starfsmenn. 

Rætt er um afleiddar afleiðingar á vinnuþrek annarra starfsmanna og hvernig til langs tíma þetta fyrirkomulag mun koma til með að rýra þjónustu hjá hinu opinbera. 

Í síðari hluta hlaðvarpsins er rætt um húsnæðismarkaðinn með tilliti til þess hversu mikið af framboði húsnæðis fer utan almenns markaðs. Þetta hefur...


#427 Hermann Nökkvi Gunnarsson - Það sem sameinar þá sem mótmæla öllu er andúð á Vestrænum gildum
06/14/2025

Þórarinn ræðir við Hermann Nökkva Gunnarsson, blaðamann á Morgunblaðinu, um stjórnmálin á Íslandi, hægrisveifluna, Trump, leikskólamál, og margt fleira. Sérstök áhersla er lögð á Suðurnesin en Þórarinn og Hermann telja báðir að Reykjanesskaginn í heild sinni fái minni athygli en hann á skilið í opinberri umræðu.

Rætt er um jarðshræringar og Grindavík, hælisleitendamálin á Ásbrú, álit embættismanna í Reykjavík og margt fleira.

- Afhverju ákváðu embættismenn í Reykjavík að lítið hverfi á Ásbrú gæti tekið við 1400 hælisleitendum?
- Standa Keflvíkingar verst er varðar aðgeng...


#426 Líf Magneudóttir - No borders er ekki raunhæft
06/11/2025

Þórarinn ræðir við Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa Vinstri grænna í Reykjavík, um stjórnmálin. Rætt er um framtíð Vinstri grænna, borgarmeirihlutann, pólitíkina, hægribylgjuna, útlendingamál, húsnæðismál, leikskólamálin og borgarlínuna. 

- Afhverju telur Líf no borders hugmyndafræðina vera ómögulega?
- Hver er framtíð Vinstri grænna?
- Hvenær verður borgarlínan kláruð?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling


#425 Brynjar Karl - Er ævintýri Aþenu lokið?
06/04/2025

Þórarinn ræðir við Brynjar Karl enn á ný þar sem að þessu sinni er rætt sérstaklega um aðkomu borgarinnar og samskipti hennar við Aþenu, körfuknattleikliðs sem hefur verið undir stjórns Brynjars frá upphafi.

Fjallað er sérstaklega um málefni Breiðholtsins sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarin misseri. Farið er yfir þær félagslegu áskoranir sem hafa farið síversnandi, menningarlegar áskoranir, aukna glæpahneigð og fleira, sem Brynjar segir að hægt sé að bæta með auknu íþróttastarfi.

Þrátt fyrir þá sýn virðist Reykjavíkurborg ekki deila þeirri hugsjón og ætlar R...


#424 Heiðar Guðjónsson - Pendúllinn er að sveiflast kröftulega til hægri
06/02/2025

Þórarinn ræðir enn á ný við Heiðar Guðjónsson sem er hlustendum þáttarins vel kunnugur. Í þættinum er rætt um fjölbreytt og djúpstæð málefni sem varða íslenskt samfélag og þróun þess til framtíðar.

Fjallað er um hægri bylgju meðal ungs fólks og hvernig Ísland gæti litið út eftir hálfa öld, um átakamál á borð við Queers for Palestine og tengsl gyðinga við fjármálakerfið, auk þess sem saga mótmælendatrúar og íslam kemur við sögu.

Þátturinn dregur fram þversagnir fjölmenningarstefnunnar og rýnir í áhrif h...


#423 Lil Binni - "Ég myndi deyja fyrir stelpurnar sem vilja cancela mér"
05/30/2025

Lil Binni, eða Brynjar Barkarson, er tónlistarmaður sem er frægastur fyrir aðkomu sína í hinni sívinsælu hljómsveit ClubDub. Brynjar hefur miklar áhyggjur af því hvert samfélagið virðist stefna og fyrir skömmu tjáði hann sig um fjölmenningarstefnu Vesturlanda og lét orð falla um múslima sem eru ekki til eftirbreytni. Í þessum þætti er rætt um þessi ummæli og sýn Brynjars á heiminum.

Hann er spurður hvort að hann sjái eftir ummælunum, djúpríkið, bólusetningar, Kristna trú, menningartengsl og félagsauð, Íslam, hvort leyfa eigi Moskur...


#422 Taxý hönter - Leigubílstjórar fluttir beint frá Mogadishu á Leifstöð
05/29/2025

Þórarinn talar við Friðrik Einarsson en hann hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undir nafninu Taxý hönter þar sem hann birtir myndbönd af breyttu ástandi á leigubílamarkaði. Hann telur ástandið vera óviðnunandi og er það vegna erlendra aðila sem hafa komið inn á markaðinn sem eru ekki tilbúnir að lúta sömu reglum og viðmiðum sem tíðkast hafa á leigubílamarkaði hérlendis.

Friðrik segir þetta vera sérstaklega slæmt hjá ákveðnum hópum og tengir hann það við stórmoskuna í Skógarhlíð sem hann segir stjórnendur standa í útgerð á leigubílamark...


#421 Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson - Woke-ið er bara gamli fasisminn
05/27/2025

Þórarinn ræðir við tvíeykið Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson. Farið er um víðan völl og rætt um stjórnmálin heima fyrir, ESB, veiðigjöldin, Dag B. Eggertsson, þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar, Grafarvoginn, Útlendingamál, félagslegt húsnæði, rétttrúnaðinn, Gretu Thunberg, borgarlínuna og Úlfar Lúðvíksson.

- Var það rétt hjá Þorbjörgu Sigríði að reka Úlfar Lúðvíksson úr embætti?
- Er woke-ið bara nýji fasisminn?
- Er staðan í útlendingamálum komin í lag? 

Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styðja vi...


#420 Árni Helgason - Umræðan heldur okkur í stanslausu uppnámi
05/24/2025

Þórarinn ræðir við Árna Helgason, lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnmál, hugmyndafræði, mannréttindabylgjur og margt fleira. Farið er yfir mismunandi hugðarefni er varðar veiðigjöldin, ríkisstjórnarsamband Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins, rétttrúnaðinn og hvernig samfélagið missti hausinn og útlendingamál.

- Afhverju hefur útlendingaumræður breyst undanfarin ár?
- Misstum við hausinn þegar við hlustuðum á Gretu Thunberg?
- Eru veiðigjöldin sanngjörn?

Þessum spurningum er svarað hér. 

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:


#419 Sigurður Stefánsson: Ríkisstjórnin muni slá Íslandsmet í fjölda þeirra sem eignast ekki húsnæði
05/22/2025

Þórarinn ræðir við Sigurð Stefánsson, framkvæmdarstjóra og stofnanda Aflvaka, þróunarfélags sem starfar í Kópavogi að yfir 5000 íbúðum. Í þættinum er rætt um stöðuna á húsnæðismarkaðnum, hvað sé að, skilyrði til uppbyggingar, stjórnmálin og fleira. Sigurður telur gagnadrifna nálgun vera lykil þess að tryggja fólki séreign en það skorti sárlega hjá stjórnvöldum sem stefni samfélaginu í óefni.

- Munu núverandi stjórnvöld slá Íslandsmet í fjölda þeirra sem eignast ekki þak yfir höfuðið?
- Afhverju vill Reykjavíkurborg ekki leysa vandann?
- Hver...


#417 Albert Jónsson - Er þriðja heimsstyrjöldin hafin?
05/18/2025

Þórarinn ræðir við Albert Jónsson, sérfræðing í öllu er varðar utanríkismál. Að þessu sinni er rætt um þær miklu vendingar sem nú eiga sér stað í alþjóðakerfinu, hverjar þær eru, hvað þær þýða, og hvaða áhrif þær kunna að hafa á Vesturlönd. Þar að auki er rætt um loftslagsmál í víðum skilningi og stöðu Íslands sérstaklega í þeim efnum.

- Er þriðja heimsstyrjöldin hafin?
- Afhverju ætti Ísland að taka þátt í loftslagsaðgerðum? 
- Hvaða þýðingu myndi stríð Indlands og Pakistan hafa á heimsvísu?

Þessum spurningum er svarað hé...


#418 Stelpurnar í Aþenu - "Við erum ekki fórnarlömb"
05/16/2025

Þórarinn ræðir við leikmenn kvennaliðs körfuknattleiksdeildar Aþenu, sem hafa æft og keppt undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. Þetta eru þær Eybjört Ísól Torfadóttir, Gréta Björg Melsted, og Tanja Brynjarsdóttir, dóttir Brynjars Karls. Starfsemi félagsins hefur vakið talsverða athygli undanfarið, einkum vegna umræðu um þjálfunaraðferðir Brynjars, sem ýmsir innan íþróttahreyfingarinnar hafa gagnrýnt sem ómannúðlegar og ósamrýmanlegar þeim viðmiðum og siðferðislegu ramma sem gilda um íþróttaiðkun á Íslandi.Brynj­ar er nú í framboði til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands...


#416 Gunnlaugur Jónsson - Fórnarlambsvæðing er sníkjudýr kærleikans
05/12/2025

Þórarinn ræðir við Gunnlaug Jónsson, frumkvöðul og forstjóra Fjártækniklasans. Í þessum þætti er fjallað um stöðu samfélagsins út frá hugmyndafræðilegum forsendum. Lögð er sérstök áhersla á þá hvata og hagkerfi sem liggja að baki fórnarlambsvæðingar. Það fyrirbæri er Gunnlaugi ofarlega í huga en til þess að takast á við þann vanda hér á landi hefur hann fengið Gad Saad til þess að koma til Íslands til að halda fyrirlestur.


Gad Saad er kanadískur prófessor sem er upphaflega frá Líbanon. Hann fjallar um hegðunar- og kaupmynstur fólks út frá þróunarkenningum og skýrir þ...


#415 Grímur Grímsson - Sænski afbrotaveruleikinn mun koma til hinna Norðurlandanna
05/11/2025

Þórarinn ræðir við Grím Grímsson, fyrrum yfirlögregluþjón og núverandi Alþingismann Viðreisnar. Í þættinum er farið yfir hin ýmsu mál og rætt um veiðigjöldin, Evrópusambandið, stjórnmálin á Íslandi, gjaldmiðilinn, útlendingamál, forvirkar rannsóknarheimildir, sænsk glæpahneigð, brottvísunarúrræði, skipulagða brotastarfsemi og hvort að þróun sem hefur raungerst í hinum Norðurlöndunum er varðar slík mál muni leita hingað.

- Er óumflýjanlegt að hinn sænski raunveruleiki skipulagðrar brotastarfsemi muni leita til Íslands?
- Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?
- Hver er h...


#415 Iva Adrichem - Hatursorðræða og hinseginsamfélagið
05/07/2025

Þórarinn ræði við Ivu Adrichem um hatursorðræðu, stjórnmálin, tjáningarfrelsi, hinseginsamfélagið, bakslagið, forréttindafyrringu og margt fleira.

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270

Samstarfsaðilar:
Poulsen
Happy Hydrate
Bæjarins Beztu Pylsur
Ljárdalur.is
Alvörubón


#414 Heiðar Smith - Útlendingamálin hafa breytt fangelsismálunum
05/04/2025

Þórarinn ræðir við Heiðar Smith, formann félags fangavarða, um breytta stöðu í fangelsum á Íslandi. Rætt er um það hvaða áhrif aukinn fjöldi erlendra afbrotamanna hafi haft á fangelsin, hvort að Heiðar telji fýsilegt að erlendir aðilar afpláni sinn dóm erlendis, geðheilbrigði fanga, stjórnmálin, nýja fangelsið, hvort að Íslendingar fái öðruvísi meðferð, afbrot við landamærin, burðardýr og afhverju börn hafi sætt einangrun í íslenskum fangelsum.

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja má...


#413 Stefán Einar - "Það er öllum sama um börnin í Breiðholti"
04/27/2025

Þórarinn ræðir við Stefán Einar Stefánsson, blaðamann og þáttarstjórnanda Spursmála hjá Morgunblaðinu. Í þættinum er rætt um stjórnmálin á Íslandi, innflytjendastefnu, menningarmál, stríðið á Gaza, Ísrael, Trump, menntamál og menntamálaráðherra.


- Er öllum sama um börnin í Breiðholti?
- Þarf barna- og menntamálaráðherra að víkja?
- Er Viðreisn flokkur atvinnulífsins?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greið...


#412 Blaz Roca - Sjálfstæðismenn myndu krossfesta Jesú
04/24/2025

Þórarinn ræðir við Erp Eyvindarsson eða Blaz Roca. Erpur hefur gert garðinn frægan ásamt hljómsveit sinni XXX Rottweiler hundar en hún hefur sett svip sinn á íslenska tónlistarmenningu í áratugi. Í þessum þætti er fjallað um stjórnmálin á Íslandi, vókið, vinstrið, kapítalismann, nýfrjálshyggju, Marxisma, alþjóðapólitík, kúgun, ágreining fjöldans og margt fleira.


- Er nýfrjálshyggjan afl alls ills?
- Hefði Erpur kosið Trump?
- Afhverju myndu Sjálfstæðismenn krossfesta Jesú?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styðja við þetta framtak m...


#411 Jakob Birgisson og Diljá Mist Einarsdóttir - Valkyrjuelskendur: þáttur 2
04/21/2025

Þórarinn, Jakob Birgisson og Diljá Mist Einarsdóttir fara um víðan völl og ræða stjórnmálin, bakslagið, vókið, uppeldismál, stemninguna í samfélaginu, fjármál og margt fleira.

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:

Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270

Samstarfsaðilar:
PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurLjárdalur.isAlvörubón


#409 Jóhannes Þór - Tjáningarfrelsi og trans börn
04/16/2025

Þórarinn ræðir við Jóhannes Þór um tjáningarfrelsi, eðlilegar takmarkanir, trans börn, hormónaaðgerðir, stjórnmálin, bakslagið, hatur og margt fleira.

- Eru hormónaaðgerðir framkvæmdar á börnum?
- Hversu langt má tjáning ganga áður en hún telst vera ofbeldi?
- Á hvaða vegferð er Miðflokkurinn?

Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:

Rkn. 037...


#410 Naomi Wolf - "It was all deliberate"
04/15/2025

Þórarinn sits down with Naomi Wolf for a frank and unflinching conversation about the pandemic and its aftermath. Currently on a global tour, Naomi is raising alarm bells about what she views as unprecedented overreach by governments and institutions during the crisis of 2020-2022. She speaks candidly about the deep concerns that arose during that period — from the erosion of civil liberties and the silencing of dissenting voices to the long-term consequences of lockdowns, mandates, and media censorship. In an era marked by uncertainty and a troubling lack of accountability, Naomi is determined to expose what she sees as the unco...


#407 Halldór Armand og Dóri DNA - "Ísland er opið fangelsi"
04/09/2025

Þórarinn ræðir við fjölhæfu listamennina Halldór Armand og Dóra DNA. Farið er um vítt svið og rætt um stjórnmálin á Íslandi, borgarmálin, hvort að woke-ið sé Kristið, stjórnlyndi og grín, símanotkun barna, frið, ófyndið fólk og margt fleira.
Er Ísland opið fangelsi?Afhverju elska vinstrimenn ekki lengur frið?Afhverju vilja hægrimenn ekki gott líf?Þessum spurningum er svarað hér. Til að styrkja þetta framtak má fara inn á :

www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370


#408 Hörður Ægisson - Hver verða áhrif tollastríðs Trumps á Ísland?
04/07/2025

Þórarinn ræðir við Hörð Ægisson, ritstjóra Innherja á Vísi, um áhrif tollastríðs Trumps á Ísland. Lögð er sérstök áhersla á hvað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ríkisstjórnin þurfi að gera til þess að takast á við þetta, hvort að vextir verða lækkaðir, hvort að sóknartækifæri geti leynst í þessum aðstæðum og hvort Íslendingar muni nú einbeita sér að verðmætasköpun í annarri mynd en við höfum gert hingað til.

- Verða stýrivextir lækkaðir útaf tollastríðinu?
- Mun ríkinu takast að selja Íslandsbanka?
- Hvað þarf r...


#406 Guðrún Hafsteinsdóttir - Bauð sig ekki fram í formann til þess að vera millistykki
04/03/2025

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þrátt fyrir að hún sjái ekki fyrir sér að vera í embætti formanns í jafn langan tíma og Bjarni Benediktsson sé hún ekki þarna sem millistykki áður en nýr formaður tekur við. Í þessum þætti ræðir hún í hvaða átt hún vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn, hvort hún myndi vilja mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins, ríkisstjórnarsambandið, útlendingamál og margt fleira.

- Er búið að vængstífa Ingu Sæland?

- Myndi Guðrún vera tilbúin að...


#405 Hermann Nökkvi og Ingvar Smári - Norðurlöndin munu loka hælisleitendakerfunum til að vernda velferðarkerfin
04/01/2025

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, og Ingvar Smári Birgisson, lögmaður fara yfir helstu málefni líðandi stundar með Þórarni. Sérstök áhersla er lögð á útlendingamál, aðlögun, menningu og gildi. Einnig er rætt um mál Ásthildar Lóu sem nýlega sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra.

- Er mismunandi hvaða hópa þarf að aðlaga?

- Hvernig geta þeir sem gagnrýna feðraveldið á Íslandi fjallað um kvenréttindi í Mið-Austurlöndum á jákvæðum nótum?

- Munu Norðurlöndin hætta að ta...


#404 Stefán Baxter - Ríkið, gervigreind og hagræðing
03/22/2025

Þórarinn ræðir við Stefán Baxter um gögn, gervigreind, hraðar breytingar í heiminum og hagræðing í ríkisrekstri. Hvernig tengist þetta allt? Það má heyra hér.

Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270


#402 Róbert Guðfinsson - Fjárfestingar og Ísland
03/11/2025

Þórarinn ræðir við Róbert Guðfinsson, fjárfesti og athafnamann. Róbert hefur gert sig gildandi á Siglufirði þar sem hann hefur fjárfest mikið á síðustu árum. Í þessum þætti er rætt um áhættufjárfestingar, stjórnmál á Íslandi, ungt fólk, mistök í fjárfestingum, fiskeldi og þeirri spurningu varpað fram hvort að Reykjavík sé ljót.

Til að styrkja þetta framtak má fara inn á
www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270


#403 Flosi Eiríksson - Á VR að berjast fyrir jöfnuði?
03/10/2025

Þórarinn ræðir við Flosa Eiríkisson en hann er að vonast eftir því að gerast formaður VR í kosningum sem standa nú yfir fyrir félagsmenn VR. Rætt er um hugmyndafræðilegar ástæður stéttarfélaga, húsnæðismál, stjórnmál, jöfnuð, Ragar Þór Ingólfsson, Höllu Gunnarsdóttur og margt fleira.

Til að styrkja þetta framtak má fara inn á
www.pardus.is/einpaeling

eða

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:
Rkn. 0370-26-440408
Kt. 4404230270


#400 Eldur Ólafsson - Áhugi Bandaríkjanna breytir stöðu Amaroq
03/05/2025

Þórarinn ræðir við enn einu sinni við Eld Ólafsson, forstjóra Amaroq Minirals á Grænlandi. Að þessu sinni er rætt um alþjóðastjórnmálin og hvernig staða Amaroq kann að hafa breyst nú þegar Donald Trump hefur sýnt landinu aukinn áhuga vegna fágætra málma og öðru jarðefni.


- Hvað þarf Þorgerður Katrín að gera til þess að vinna fyrir hagsmunum Íslands?
- Hvernig gengur gröftur Amaroq eftir strategískum málmum?
- Hvernig breytir áhugi Bandaríkjanna stöðu Amaroq?
- Geta Norðurlöndin verið svar Bandaríkjanna við...


#401 Ein Pæling á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
03/01/2025

1. Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson 00:00
2. Jens Garðar Helgason 29:44
3. Heiðar Guðjónsson 52:35
4. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir 1:15:30

Þórarinn er staddur á landsfundi sjálfstæðisflokksins til þess að taka stöðuna. Rætt er við áhrifafólk innan fólksins sem og fleiri. Fyrst er rætt við Þórð Gunnarsson, hagfræðing, og Andreu Sigurðardóttur, blaðamann. Rætt er um stöðu Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórnmálin, styrktarmálið, stéttarfélags baráttuna og margt fleira. 


Því næst kemur Jens Garðar Helgason en hann býður sig fram í vara...


#397 Þórður Pálsson - ESG, menningarbreytingar og rétttrúnaðurinn
02/25/2025

Þórarinn ræðir við Þórð Pálsson um breytingar í heiminum og hvað þær munu koma til með að hafa áhrif á í samhengi við fjármálamarkaði og fleira.


- Er ESG kerfið fallið?
- Hvaða áhrif munu áherslubreytinar Trump koma til með að hafa?
- Á að taka á móti fólki sem hafnar menningu okkar?


Þessum spurningum er svarað hér

Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling


#399 Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir - Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
02/24/2025

Þórarinn ræðir við Áslaugu Örnu, frambjóðanda til formanns Sjálfstæðisflokksins, um stefnu og strauma í stjórnmálunum. Fjallað er um nýja hægribylgju í stjórnmálunum, pólitík á Íslandi og margt fleira.


- Hvernig hefði Áslaug tæklað mál Helga Magnúsar?
- Afhverju gagnrýndi Áslaug Ásmund Friðriksson í útlendingamálunum?
- Mun Áslaug Arna verða Margaret Thatcher okkar Íslendinga?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling


#398 Hersir Aron Ólafsson - Hvað þarf til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins?
02/22/2025

Hersir Aron Ólafsson er fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Í þessum þætti er rætt um hvað formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að geta tekist á við, stjórnmálin, breytta heimsmynd, að stjórna narratívi, Íslandsbankasölumálið, fjölmiðla, útlendingamál og að geta unnið með fólki sem er manni ósammála.

Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling