Ein Pæling

40 Episodes
Subscribe

By: Thorarinn Hjartarson

Hlaðvarp

#468 Sigurjón Þórðarson - Strandveiðar, stríð, hælisleitendur og kulnun
Last Monday at 11:57 AM

Þórarinn ræðir við Sigurjón Þórðarson, alþingismann Flokks fólksins, um ýmis mál sem snúa að stjórnmálum á Íslandi Fyrst er rætt um strandveiðar en Sigurjón hefur oft verið nefndur í samræðum um þau mál vegna báts sem hann á og hann hefur nýtt til strandveiða.

Þórarinn spyr hvort að hann sé ekki að ganga eigin erinda með því að auka strandveiðikvótann og tekist er á um það. Sigurjóni þykir vegið að tungumálinu í íslensku samfélagi í dag og segir hann nauðsynlegt að þeir sem sinni þjónustu á Íslandi tali íslensku. Hann segir...


#467 Noorina Khalikyar - Feminism, honor culture and muslim assimilation in Europe
Last Friday at 2:03 PM

Þórarinn speaks with Noorina Khalikyar about her experience coming to Iceland from Afghanistan as a refugee. Noorina is a doctor and an outspoken advocate for the liberation of Afghan women.

In this episode, she discusses differing opinions among muslims in Iceland on whether women should be allowed to work, whether muslim women can be unveiled in Iceland, the concept of honor culture, views on homosexuality, and the impatience some inhabitants show toward differing cultural standards.
What are the views of muslim men in Iceland toward homosexuality?Why don’t Western feminists support muslim women?Are Icelanders normalizing hono...


#466 Halldóra Þorsteinsdóttir - Múgæsingur og leikhús samskiptanna
09/10/2025

Þórarinn ræðir við Halldóru Þorsteinsdóttur héraðsdómara og háskólaprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík um mörk tjáningarfrelsins.


Nýlegar vendingar í stjórnmálunum eru ofarlega á baugi en í liðinni viku fóru af stað miklar umræður eftir Kastljósþátt þar sem Snorri Másson var til viðtals og tjáði sig um sínar eigin skoðanir á kynjamálum. 


Farið er um víðan völl og rætt um ýmsa þætti tjáningarfrelsisins og velt vöngum yfir því hvenær réttlætanlegt er að skerða tjáningu og hvenær...


#465 Sólveig Anna Jónsdóttir - Vinstrið verður að kljúfa sig frá woke-inu
09/07/2025

Þórarinn ræðir við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um stjórnmál, rétttrúnað, kjarabaráttu, stöðu láglaunafólks og margt fleira.

Umfjöllunin snýr meðal annars að undarlegum vendingum á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur oft færst yfir í táknræn mál á borð við „píkupólitík“ og kvennafrídaga. Sólveig leggur áherslu á að barátta láglaunafólks verði að byggjast á raunverulegum hagsmunum þeirra sjálfra, ekki forskrift millitekjuhópa sem nýti sér kjör hinna tekjulægstu undir merkjum „woke“ hugmyndafræði og persónuforn...


#464 Kolbeinn H. Stefánsson - Frelsi og sjálfsritskoðun akademíunnar
09/05/2025

Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson um akademískt frelsi, útlendingamál og Háskóla Íslands. Akademískt frelsi hefur verið sérstaklega áberandi umræðuefni undanfarið eftir að Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika, tók þátt í mótmælum sem urðu til þess að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein gat ekki haldið erindi á vegum Háskóla Íslands.

Sama dag og hlaðvarpið var tekið upp, þó eftir, brást rektor Háskóla Íslands loks við með því að hvetja til aukinnar umræðu um akademískt frelsi. Sú umræða hefur einnig velt upp spurni...


#463 Konráð Guðjónsson - Lækkunarferli stýrivaxta lokið í bili
09/03/2025

Þórarinn ræðir við Konráð Guðjónsson, fyrrum aðstoðarmann utanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem og fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar síðustu, um stefnu og stöðu efnahagsmála á Íslandi nú þegar lækkunarferli stýrivaxta er komin á bið.


Rætt er um áhrif húsnæðismála á verðbólguna, kjaramál og krónutöluhækkanir, framleiðni, styttingu vinnuvikunnar, stefnu ríkisstjórnarinnar, kulnun og margt fleira.


Konráð telur fílinn í herberginu vera launahækkanir og að of sjaldan sé rætt um þær í samhengi við stýrivexti. Hann telur launaskrið hafa kynt...


#462 Hjálmtýr Heiðdal - Akademískt frelsi, prinsip og þjóðarmorð
08/30/2025

Þórarinn ræðir við Hjálmtý Heiðdal, formann Félagsins Ísland-Palestína um stríðið fyrir botni miðjarðarhafs, stjórnmálin á Íslandi, akademískt frelsi og sumarbústaðarferðir. 


Rætt er um stríðið ásamt því að ræða vendingar hérlendis er varðar mótmælendur sem hafa bæði ráðist gegn fjölmiðlum og akademísku frelsi á Íslandi.

Hjálmtýr og Þórarinn takast á um það hvar mörk tjáningarfrelsi prófessora eigi að liggja og hvort að réttlætanlegt sé að kveða í kútinn það sem viðkomandi telur vera forkastanlegar skoðanir...


#461 Magnús Árni Skjöld Magnússon - Á Ísland að ganga í ESB?
08/28/2025

Þórarinn ræðir við Magnús Árna Skjöld Magnússon, formann Evrópuhreyfingarinnar og prófessor við stjórnmálafræðideild á Bifröst, um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið.

Farið er um víðan völl og rætt um Draghi skýrsluna, stjórnmálin í Evrópu, stjórnmálin í Evrópu, hvað það þýðir að kíkja í pakkann, hvaða praktísku þýðingu það hefði fyrir Ísland að ganga í ESB, stöðu Evrópuríkjanna og margt fleira.


- Á Ísland að ganga í ESB?
- Hvaða þýðingu hefur Draghi skýrslan á ágæti þess að ganga í bandalagið?
- Mun...


#460 Snorri Másson - Annaðhvort segir þú hug þinn eða lætur kúga þig
08/26/2025

Þórarinn ræðir við Snorra Másson, inngildingarsérfræðing og þingmann Miðflokksins. Samræðurnar fara um víðan völl en sérstök áhersla er lögð á þær menningarbreytingar sem viðmælandi og þáttarstjórnandi telja að séu að eiga sér stað bæði erlendis en engu að síður hér heima. 

Menningarbreytingarnar eru settar í samhengi við það hvenær umburðarlyndi verður að trúarsetningu og jafnvel stjórnlyndi. Í því samhengi er rætt um það hvað það þýðir að vera Íslendingur, transmál, hælisleitendakerfið, tungumálið, unga öfga-hægrimenn, inngildingu, RÚV, stjórnmálin og margt fleira.


#459 Björgvin Ingi Ólafsson og Sigurður Stefánsson - Hvernig hægt er að leysa húsnæðisvandann
08/24/2025

Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson og Sigurð Stefánsson um það hvernig megi leysa húsnæðisvandann. Rætt er um skipulagsmál, forgangsröðun, markmið, pólitíska eftirspurn, flöskuhálsana, fæðingartíðni, lóðaskort, félagsleg vandamál og margt fleira.


Björgvin og Sigurður telja báðir að staðan í dag sé afar slæm og ef fram fer sem horfir muni sífellt færri ungmennum takast að fjárfesta í þaki yfir höfuðið. 


Sigurður bendir á að lífshlaup þeirra sem haldast á leigumarkaði út ævina sé töluvert frábrugðnara þeirra se...


#458 Árni Árnason - Er Ugla Tré pólitísk ádeila?
08/22/2025

Þórarinn ræðir við Árna Árnason en hann hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir satíriskar ádeilur um íslenskt stjórnkerfi og stjórnmál í dulargervi fígúrurnar Ugla Tré. 

Rætt er um stjórnsýsluna, grín, mannúð, velferð, hvernig maður opnar bakarí og fleira. 

Árni og Þórarinn deila sögum um reynslu sína og annarra af því að eiga við kerfið en þeir eru sammála um að víða sé pottur brotinn og að það kunni að sína einkenni stærra vandamáls innan stjórnsýslunnar.



- Er Ugla T...


#457 Jakob Birgisson og Diljá Mist Einarsdóttir - Valkyrjuelskendur: Þáttur 3
08/20/2025

Þórarinn ræðir við Jakob Birgisson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra og Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins.


Að þessu sinni er eftirfarandi spurningum svarað:


- Er swing sena í Grafarvogi?
- Hvað kjósa hlustendur Hjörvars Hafliða?
- Hvað hefur Jakob farið oft í Gísla Martein?
- Á að setja stífari reglur hvað varðar klæðaburð kvenna?
- Þarf nýja baráttu fyrir tálmuð kvár?
- Er Jakob meiri femínisti en maðurinn hennar Diljáar?
- Er Diljá ánægð með Skjöld Íslands?
- Vill...


#456 Róbert Helgason - Hlutir sem kostuðu þúsundir munu kosta örfáar krónur
08/19/2025

Þórarinn ræðir við Róbert Helgason, sjálfstætt starfandi sérfræðing í málefnum sem snúa að gervigreind. Í hlaðvarpinu er farið yfir mismunandi forsendur og sviðsmyndir sem munu óumflýjanlega valda breytingum á samfélaginu. Róbert telur að þetta muni koma til með að valda straumhvörfum á lífsháttum, atvinnumarkaði og öðru.


- Hvernig er best að gera sit tilbúinn fyrir byltinguna sem mun fylgja auknu vægi gervigreindar?
- Hvaða störf munu hverfa?
- Verður Evrópa með?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þætti hl...


#455 Frosti Sigurjónsson - Þeir fljúga á einkaþotum því þeir vita að þetta er della
08/17/2025

Þórarinn ræðir við Frosta Sigurjónsson, frumkvöðul og fyrrum alþingismann. Frosti hefur miklar efasemdir um ágæti loftslagsaðgerða og að loftslagsbreytingar séu yfir höfuð af mannavöldum.

Hann telur að Ísland nýti tækifæri sín ekki að fullu og að margt megi bæta í því að bæta lífskjör á Íslandi.

Fjallað er um loftslagsaðgerðir, faraldurinn, thorium, vindmyllur, stjórnmál á Íslandi og hvort að Ísland eigi að ganga í ESB.


- Eru loftslagsbreytingar vegna áhrifa mannsins á lífríkið?
- Eru vindmyllur heillvænlegt skref til orkuöflunar...


#454 Albert Jónsson - Íslendingar myndu ekki samþykkja loftslagsaðgerðir ef þeir vissu kostnaðinn
08/13/2025

Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um loftslagsmál. Albert hefur víðtæka reynslu af því að vinna á sviði alþjóðamála og hefur skrifað mikið um aðgerðir Íslands í loftslagsaðgerðum sem hann telur ekki byggja á forsendum raunveruleikans.

Hann telur að almenningur á Vesturlöndum hafi ekki verið nægilega vel upplýstur um kostnaðinn sem loftslagsaðgerðum fylgir og að stuðningur við slíkar aðgerðir myndi hverfa væri kostnaðurinn gerður opinber.


Í þessu samhengi er rætt um Parísarsáttmálann, Kyoto bókunina, afhverju ekki sé tekið mark á...


#453 Margrét Valdimarsdóttir - Þróun innflytjendamála á Íslandi
08/05/2025

Þórarinn ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og kennara við Háskóla Íslands. Í þættinum er rætt um afbrot innflytjenda og hælisleitenda sérstaklega og breytta sviðsmynd á Íslandi í þeim efnum. Sérstök áhersla er lögð á áhrif umræðunnar og hvernig óþol hefur aukist á Íslandi gagnvart menningartengdum breytingum. 


Fjallað er um spurningar sem vakna þegar hópar taka sig saman á borð við Skjöld Íslands en Margrét nefnir í viðtalinu að þetta sé keimlík þeirri þróun sem hefur átt sér á stað á Norðurlöndunum þar sem sífellt harkalegar er tekist á um umrædd mál.


M...


#452 Jón Pétur Zimsen - Framtíð barna fórnað vegna gíslatöku hagsmunaafla
08/04/2025

Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen, skólamann og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Rætt er um veiðigjöldin, umræðuna í kringum þau á Alþingi Íslendinga og áhrif þess á stjórnmál framtíðarinnar. Að því loknu er vikið að bágri stöðu skólakerfisins og afhverju foreldrum er haldið í myrkrinu hvað varðar árangri barnanna.

Fjallað er sérstaklega um áhrif skjánotkunar og afhverju erfitt virðist vera að útiloka slík tæki í skólunum. Jón Pétur telur hagsmunaöfl hafa hagsmuni af því að skjánotkun barna minnki ekki. Þetta segir hann vera gríðarlega slæmt vegna þes...


#451 Guðjón Heiðar Valgarðsson - Þetta er alltaf sama klíkan
08/01/2025

Þórarinn ræðir við Guðjón Heiðar Valgarðsson, sjálftitlaðan samsæriskenningamann, um stjórnmál, innflytjendamál, alþjóðapólitík, skjánotkun, heimspeki og margt fleira. 


Guðjón telur að innflytjendastraumur til Vesturlanda sé hluti af stærri stefnu fólks sem vill koma á heimsstjórnvöldum með auknu vægi stofnanna bandalagsríkja. Hann telur þetta ólýðræðislegt en hælisleitendastraumurinn sé til þess gerður til að sundra samfélögum.

Hann fjallar um sýna vegferð í því hvernig samverkamenn í því að gagnrýna stjórnvöld hafi snúið við honum bakinu eftir að hann neit...


#450 Jónas Atli Gunnarsson - Hækkun húsnæðisverðs hefur áhrif á fjölskyldumynstur framtíðarinnar
07/30/2025

Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, um uppbyggingu húsnæðis. Fjallað er um þau áhrif á fasteignamarkaðinn sem kunna að eiga sér stað vegna dræmrar sölu á nýbyggingum. 


Rætt er um ýmsa þætti sem kunna að hafa áhrif á þessa stöðu líkt og hlutdeildarlán, lækkun stofnkostnaðar fyrir óhagnaðardrifna úrræða, stjórnmálin, hvort að HMS sé pólitísk stofnun, fjölskyldumynstur, þróun í Vesturlöndum og margt fleira.


- Afhverju seljast ekki nýjar byggingar?
- Hvað gerist ef fasteignasala minnk...


#449 Þórður Gunnarsson - Spurning hvað Flokkur fólksins þolir lengi að fá ekkert í gegn
07/28/2025

Þórarinn ræðir við hagfræðinginn Þórð Gunnarsson um ýmis málefni. Rætt er um stjórnmálin á Íslandi, breytta stöðu í útlendingamálum og orkumálum, vindorku, orkutilraunir á Spáni, stöðu vinstrisins, Sjálfstæðisflokkinn og margt fleira.


- Afhverju vill enginn hlusta lengur á Landvernd?
- Hversu lengi þolir Flokkur fólksins að fá ekkert í gegn?
- Er Kristrún Frostadóttir besti leiðtogi Íslandssögunnar?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling 

eða 


#448 Jasmína Crnac - Hvernig er hægt að eiga samtal um útlendingamál?
07/24/2025

Þórarinn ræðir við Jasmínu Crnac sem hefur bæði reynslu af því að vera flóttamaður og starfa með flóttafólki hér á landi. Fjallað er um hinar ýmsu áskoranir sem mæta löndum sem taka á móti flóttafólki og hvaða áhrif almenningsumræður hafa á málaflokkinn. 


Rætt er um menningu, stjórnmálin, lýðræði, MENAPT löndin, hvort að endurkomubann eigi að vera á afbrotamenn, öfgaöfl á Íslandi, ofþjónustu og fyrirmyndir á Alþingi.



- Eru öfgastjórnmálaöfl á Íslandi?
- Á að leyfa lýðræðinu að stýra hælisleitendamálunum?<...


#447 Jóhanna Jakobsdóttir - Woke-ið er yfirstéttardekur
07/19/2025

Þórarinn ræðir við Jóhönnu Jakobsdóttur, skjalaþýðanda, um tungumálið, rétttrúnaðinn, stjórnmálin, triggerwarning, transmál og áhrif skoðunarkúgunar. 


Rætt er sérstaklega um stjórnlyndi latra einstaklinga sem að vilja ekki verja eigin skoðanir.

Uppeldismál koma einnig upp og rætt hvaða áhrif það hefur ef börn öðlast ekki skráp áður en komið er á fullorðinsár og hvernig þau verða ósjálfbjarga.


Trigger-warning er rifjað upp í samhengi við einkennileg stjórnmál undanfarinna ára og afhverju þingið varð woke.


- Af...


#347 Daníel Jakobsson - Fiskeldi besta leiðin til að auka útflutningsverðmæti
07/17/2025

Þórarinn ræðir við Daníel Jakobsson, forstjóra Arctic Fish, á Ísafirði um fiskeldi, samfélagslega ábyrgð, Þingeyri, veiðigjöldin, stjórnmálin og margt annað.

Rætt er sérstaklega um áhrif veiðigjaldsins á Ísafjörð, ákvörðun Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri, áhrif fiskelda á nærumhverfi og sjávarbotn fjarðanna þar sem þau eru starfrækt, dýraníð og áhrif á laxveiðiár.

Einnig er rætt um áhrif skattahækkunar ríkisstjórnarinnar á skemmtiferðaskip á brothættar byggðir á Vestfjörðum.



- Eru fiskeldi dýraníð sem eyðileggja firðina og eyðile...


#446 Páll Heiðar Pálsson - Hið opinbera á að vera lausnin, en er vandamálið
07/11/2025

Páll Heiðar er fasteignasali og eigandi stofunnar pallpalsson.is. Í þessum þætti er rætt um fasteignamál og rýnt í virðiskeðju húsnæðisuppbyggingar.

Fjallað er um lóðaskort, stjórnmálin, stöðu verktaka, afhverju fólk kýs að nýta þjónustu fasteignasala, hver er munurinn á að selja nýbyggingu og annað húsnæði og hvaða áhrif kulnun á markaði muni koma til með að hafa til lengri tíma og verðbil nýrra bygginga og annars húsnæðis.


- Afhverju eru nýbyggingar ekki að seljast? 
- Hvaða áhrif hefur lóðas...


#445 Björn Jón Bragason og Agnar Tómas Möller - Ríkjandi hugmyndafræði menntaelítunnar er skemmdarstarfsemi
07/09/2025

Þórarinn ræðir við Björn Jón Bragason og Agnar Tómas Möller um tengsl þekkingar, efnahagslegs frelsis og pólitísks frelsis. Sérstök áhersla er lögð á menningu og menntakerfið sem undirstöður framfara í nútímasamfélagi.

Þremenningarnir vara við að óveðurský séu farin að hrannast upp og að verði ekki gripið í taumana muni þróunin leiða til minni velsældar fyrir komandi kynslóðir.
Hugleiðingarnar eru settar í sögulegt samhengi með hliðsjón af Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.

Fjallað er um breytingar á arfleifð ólíkra pólitískra leiðtog...


#434 Ævar Sveinn Sveinsson - Sveitarfélögin ábyrg fyrir fasteignaskorti og hárri verðbólgu
07/05/2025

Þórarinn ræðir við Ævar Svein Sveinsson, húsasmiðameistara og verktaka um húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um þau atriði sem að viðhalda skorti á húsnæði og hvað veldur því að ákveðnar íbúðir seljast ekki. 


Ævar Sveinn telur að afköst þeirra sem starfa við húsnæðisuppbyggingu sé ekki nálægt því sem hún gæti verið. Ástæðan sé einföld; ákvarðanir stjórnvalda. Þétting byggðar, hagsmunaárekstrar er varðar úthlutun lóða, félagsleg úrræði og annað veldur því að verktakar veigra sér við að fara í verkefni.
<...


#433 Gunnar Smári Egilsson - Yfirtaka hýenuhvolpa á Sósíalistaflokknum
07/02/2025

Þórarinn ræðir við Gunnar Smára Egilsson um stöðu sósíalisma á Íslandi í samhengi við yfirtöku nokkurra aðila á Sósíalistaflokknum nýverið.

Rætt er um hugmyndafræðina, pólitíkina, hvort að Gunnar sér sár yfir því að hafa verið bolað út, hvort að byltingin éti alltaf börnin sín, staða Samfylkingarinnar, stöðu vinstrisins, peninga Sósíalistaflokksins og hvort að Gunnar Smári sé hættur í stjórnmálum. 

- Étur byltingin alltaf börnin sín?
- Hver á peninga Sósíalistaflokksins?
- Tekst þeim sem drápu kónginn að leiða áfram baráttu...


#432 Frosti Logason - Þversagnir og fráhvarf rétttrúnaðarins
06/30/2025

Þórarinn ræðir við Frosta Logason, fjölmiðlamann með meiru sem stýrir þáttum ða Brotkast.is. Fjallað er um hvernig rétttrúnaðurinn náði tökum á akademíu í Vestrænum háskólum og leikhúsinu, uppruna woke-sins í samhengi við Frankfurtar Háskólann, Ísrael, Íran og Írak, #MeToo, innflytjendamál og Vestræn gildi.

- Afhverju kemur straumur fólks til Evrópu sem hatar Evrópsk gildi?
- Hver er afrakstur #MeToo?
- Afhverju styður fólk Íran?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan...


#431 Sigríður Á Andersen - Fengjum legusár við borðið í ESB
06/26/2025

Þórarinn ræðir við Sigríði Á Andersen, þingmann Miðflokksins um stjórnmálin á Íslandi, veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og bókun 35.

Rætt er sérstaklega um áhrif veiðigjaldafrumvarpsins á byggðir út á landi og hvort að það muni koma til með að skila árangri þegar allt kemur til alls. Einnig er rætt um réttaráhrif Bókunar 35 á dómskerfið á Íslandi, hvort að aðrar reglur þurfi að lúta í lægra haldi og fleira.

- Fengjum við legusár við borðið hjá ESB?
- Afhverju vill ríkisstjórnin innleiða veiðigjaldafrumvarp sitt jafn hratt og raun ber...


#430 Teitur Atlason - Vinstrimenn skapa öfgahægrið með rasistastimplinum
06/23/2025

Þórarinn og Teitur Atlason ræða hreinskilningslega um hælisleitendamál á Ísland og í Evrópu. Fjallað er um flóttafólk í samhengi við velferðarkerfið og vakiðathygli á ýmsum málum er varðar sumarfrí flóttafólks til heimalands sem það er að flýja, atvinnuþátttöku í Evrópulöndum, öfgahreyfingar og vinstrið, hópinn Ísland þvert á flokka og margt fleira.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur þurft að þola mikla gagnrýni fyrir sína útlendingastefnu en Þórarinn og Teitur halda báðir fram að hún hafi margt til síns máls.

- Afhverju sækir fólk á flótta í sumarfrí til h...


#429 Diljá Mist Einarsdóttir - Við mætum ekki ómenningu á miðri leið
06/21/2025

Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í þessum þætti er rætt um ýmsa hluti. Meðal annars Facebook, stjórnmál á Íslandi, stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum, tvískinnung femínista og margt fleira.

- Eigum við að koma til móts við ómenningu?
- Afhverju eru femínistar tilbúnar að styðja íhaldssöm gildi er varðar klæðaburð kvenna?
- Er ný ríkisstjórn að gera allt sem síðasta ríkisstjórn gat ekki gert?



Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og u...


#428 Gunnar Úlfarsson - Svartir sauðir þrífast best á opinberum vinnumarkaði
06/18/2025

Þórarinn ræðir við Gunnar Úlfarsson, hagfræðing hjá Viðskiptaráði um svarta sauði á opinberum vinnumarkaði og húsnæðismál. Fjallað erum áhrif þess á vinnustaðamenningu að yfirmenn hafi fá sem engin bjargráð til þess að losa sig við lélega starfsmenn. 

Rætt er um afleiddar afleiðingar á vinnuþrek annarra starfsmanna og hvernig til langs tíma þetta fyrirkomulag mun koma til með að rýra þjónustu hjá hinu opinbera. 

Í síðari hluta hlaðvarpsins er rætt um húsnæðismarkaðinn með tilliti til þess hversu mikið af framboði húsnæðis fer utan almenns markaðs. Þetta hefur...


#427 Hermann Nökkvi Gunnarsson - Það sem sameinar þá sem mótmæla öllu er andúð á Vestrænum gildum
06/14/2025

Þórarinn ræðir við Hermann Nökkva Gunnarsson, blaðamann á Morgunblaðinu, um stjórnmálin á Íslandi, hægrisveifluna, Trump, leikskólamál, og margt fleira. Sérstök áhersla er lögð á Suðurnesin en Þórarinn og Hermann telja báðir að Reykjanesskaginn í heild sinni fái minni athygli en hann á skilið í opinberri umræðu.

Rætt er um jarðshræringar og Grindavík, hælisleitendamálin á Ásbrú, álit embættismanna í Reykjavík og margt fleira.

- Afhverju ákváðu embættismenn í Reykjavík að lítið hverfi á Ásbrú gæti tekið við 1400 hælisleitendum?
- Standa Keflvíkingar verst er varðar aðgeng...


#426 Líf Magneudóttir - No borders er ekki raunhæft
06/11/2025

Þórarinn ræðir við Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa Vinstri grænna í Reykjavík, um stjórnmálin. Rætt er um framtíð Vinstri grænna, borgarmeirihlutann, pólitíkina, hægribylgjuna, útlendingamál, húsnæðismál, leikskólamálin og borgarlínuna. 

- Afhverju telur Líf no borders hugmyndafræðina vera ómögulega?
- Hver er framtíð Vinstri grænna?
- Hvenær verður borgarlínan kláruð?


Þessum spurningum er svarað hér.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling


#425 Brynjar Karl - Er ævintýri Aþenu lokið?
06/04/2025

Þórarinn ræðir við Brynjar Karl enn á ný þar sem að þessu sinni er rætt sérstaklega um aðkomu borgarinnar og samskipti hennar við Aþenu, körfuknattleikliðs sem hefur verið undir stjórns Brynjars frá upphafi.

Fjallað er sérstaklega um málefni Breiðholtsins sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarin misseri. Farið er yfir þær félagslegu áskoranir sem hafa farið síversnandi, menningarlegar áskoranir, aukna glæpahneigð og fleira, sem Brynjar segir að hægt sé að bæta með auknu íþróttastarfi.

Þrátt fyrir þá sýn virðist Reykjavíkurborg ekki deila þeirri hugsjón og ætlar R...


#424 Heiðar Guðjónsson - Pendúllinn er að sveiflast kröftulega til hægri
06/02/2025

Þórarinn ræðir enn á ný við Heiðar Guðjónsson sem er hlustendum þáttarins vel kunnugur. Í þættinum er rætt um fjölbreytt og djúpstæð málefni sem varða íslenskt samfélag og þróun þess til framtíðar.

Fjallað er um hægri bylgju meðal ungs fólks og hvernig Ísland gæti litið út eftir hálfa öld, um átakamál á borð við Queers for Palestine og tengsl gyðinga við fjármálakerfið, auk þess sem saga mótmælendatrúar og íslam kemur við sögu.

Þátturinn dregur fram þversagnir fjölmenningarstefnunnar og rýnir í áhrif h...


#423 Lil Binni - "Ég myndi deyja fyrir stelpurnar sem vilja cancela mér"
05/30/2025

Lil Binni, eða Brynjar Barkarson, er tónlistarmaður sem er frægastur fyrir aðkomu sína í hinni sívinsælu hljómsveit ClubDub. Brynjar hefur miklar áhyggjur af því hvert samfélagið virðist stefna og fyrir skömmu tjáði hann sig um fjölmenningarstefnu Vesturlanda og lét orð falla um múslima sem eru ekki til eftirbreytni. Í þessum þætti er rætt um þessi ummæli og sýn Brynjars á heiminum.

Hann er spurður hvort að hann sjái eftir ummælunum, djúpríkið, bólusetningar, Kristna trú, menningartengsl og félagsauð, Íslam, hvort leyfa eigi Moskur...


#422 Taxý hönter - Leigubílstjórar fluttir beint frá Mogadishu á Leifstöð
05/29/2025

Þórarinn talar við Friðrik Einarsson en hann hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undir nafninu Taxý hönter þar sem hann birtir myndbönd af breyttu ástandi á leigubílamarkaði. Hann telur ástandið vera óviðnunandi og er það vegna erlendra aðila sem hafa komið inn á markaðinn sem eru ekki tilbúnir að lúta sömu reglum og viðmiðum sem tíðkast hafa á leigubílamarkaði hérlendis.

Friðrik segir þetta vera sérstaklega slæmt hjá ákveðnum hópum og tengir hann það við stórmoskuna í Skógarhlíð sem hann segir stjórnendur standa í útgerð á leigubílamark...


#421 Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson - Woke-ið er bara gamli fasisminn
05/27/2025

Þórarinn ræðir við tvíeykið Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson. Farið er um víðan völl og rætt um stjórnmálin heima fyrir, ESB, veiðigjöldin, Dag B. Eggertsson, þéttingarstefnu Reykjavíkurborgar, Grafarvoginn, Útlendingamál, félagslegt húsnæði, rétttrúnaðinn, Gretu Thunberg, borgarlínuna og Úlfar Lúðvíksson.

- Var það rétt hjá Þorbjörgu Sigríði að reka Úlfar Lúðvíksson úr embætti?
- Er woke-ið bara nýji fasisminn?
- Er staðan í útlendingamálum komin í lag? 

Þessum spurningum er svarað hér.

Til að styðja vi...


#420 Árni Helgason - Umræðan heldur okkur í stanslausu uppnámi
05/24/2025

Þórarinn ræðir við Árna Helgason, lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnmál, hugmyndafræði, mannréttindabylgjur og margt fleira. Farið er yfir mismunandi hugðarefni er varðar veiðigjöldin, ríkisstjórnarsamband Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins, rétttrúnaðinn og hvernig samfélagið missti hausinn og útlendingamál.

- Afhverju hefur útlendingaumræður breyst undanfarin ár?
- Misstum við hausinn þegar við hlustuðum á Gretu Thunberg?
- Eru veiðigjöldin sanngjörn?

Þessum spurningum er svarað hér. 

Til að styðja við þetta framtak má fara inn á: