Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Rauða borðið 30. apríl: Njósnir, reynsluboltar, Stormur, Húsavíkurradíó og múslimahatur

Miðvikudagur 30. apríl Njósnir, reynsluboltar, Stormur, Húsavíkurradíó og múslimahatur Vilhjálmur Bjarnason ræðir við Sigurjón M. um mál málanna þennan miðvikudaginn, afhjúpun Kveiks en Vilhjálmur er einn þeirra sem voru óafvitandi um nokkurt skeið undir vökulu auga njósateymis á vegum Björgólfs Thors. Reynsluboltar Sigurjóns M. að þessu sinni eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Margrét Saunders, og Páll Magnússon. Þau ræða hitamálin í samfélaginu, útgerðina og margt fleira. Una Torfa og Unnur Ösp Stefánsdóttir sömdu söngleikinn Storm sem Þjóðleikhúsið sýnir. Gunnar...
Rauða borðið 29. apríl: Blaðamenn, gervigreind, Trump, Hafró, bólusetningar og pílagrímar

Þriðjudagur 29. apríl Blaðamenn, gervigreind, Trump, Hafró, bólusetningar og pílagrímar Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræðir harða gagnrýni á rekstur félagsins og veika stöðu blaðamennsku. Pólitísk afskipti af fréttamennsku, fjölmiðlastyrkir og fleira verður til umræðu í samtali hennar við Björn Þorláksson. Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor og tónlistarmaður, sérfræðingur í skapandi gervigreindarfræðum, ræðir við Oddnýju Eir um hver muni eiga og stjórna gervigreindinni. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur hefur búið í Bandaríkjunum í rúma hálfa öld. Gun...
Rauða borðið 28. apríl - Kynferðisbrot, óréttmæt vitnisburðarvæðing, fjölmiðlar og bókmenntahátíð

Mánudagur 28. apríl Kynferðisbrot, óréttmæt vitnisburðarvæðing, fjölmiðlar og bókmenntahátíð Maria Lilja fær til sín þær Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Dr. Margréti Valdimarsdóttur til að ræða afbrotatölfræði, falsfréttir, rasisma og nauðgunarmál. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, heimspekingur og ritstjóri Hugar ræðir við Oddnýju Eir um dómstól götunnar og óréttmæta vitnisburðavæðingu. Umræða um fjölmiðla verður á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Ágúst Borgþór Sverrisson, fréttastjóri DV, ræðir í...
Synir Egils 27. apríl - Átök og umræða, fréttir og pólitík

Sunnudagurinn 27. apríl Synir Egils: Átök og umræða, fréttir og pólitík Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau fyrst Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og síðan þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og ræða málin. Þeir bræður taka líka púlsin
Rauða borðið - Helgi-spjall: Heiða Björg

Laugardagur 26, apríl Helgi-spjall: Heiða Björg Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri mætir á persónulegu nótunum í Helgi-spjall hjá Maríu Lilju. Skemmtilegt samtal um sveitastúlku sem verður að Borgarstjóra, áskoranir móður langveiks barns, næringarfræði, grænt gímald, flóttafólk og hlutverk borgarinnar í friðarumleitunum í veröldinni.
Rauða borðið - Vikuskammtur - Vika 17

Föstudagur 25. apríl Vikuskammtur: Vika 17 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Steinar Harðarson, athafnastjóri hjá Siðmennt og gjaldkeri Vg, Helga Arnardóttir fjölmiðlakona, Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum og átökum um grundvallarþætti samfélagsins, mannréttindi og frelsi.
Rauða borðið 23. apríl: Reynsluboltar, sumar-áformin, óþekkti þingmaðurinn, Dýrið og sagnvandamálin

Miðvikudagur 23. apríl Reynsluboltar, sumar-áformin, óþekkti þingmaðurinn, Dýrið og sagnvandamálin. Við hefjum samræðuna við Rauða borð kvöldsins á Reynsluboltunum. Sigurjón Magnús Egilsson fær til sín fína gesti, þau Oddnýju Harðardóttur, Lárus Guðmundsson, Jakob Frímann og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Þau ræða um mannlífið, pólitíkina hér og erlendis og margt annað, veiðigjöld, skólamat, páfa. María Lilja tók miðbæjarbúana tali á síðasta vetrardegi og spurði um sumar-áform og skil. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflok...
Rauða borðið 22. apríl - Flóttabarn, páfi, kvóti, kvikmyndaskóli, ljósvíkingar og torfbæir

Þriðjudagur 22.april Flóttabarn, páfi, kvóti, kvikmyndaskóli, ljósvíkingar og torfbæir María Lilja fer með okkur á mótmæli við dómsmálaráðuneytið vegna brottvísunar Oscar Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs. Gunnar Smári ræðir við Pétur Pétursson guðfræðiprófessor um Frans páfa, sem Pétur hitti á sínum tíma og sem hafði mikil áhrif á hann eins og heiminn allan. Björn Ólafsson, útgerðartæknir og fyrrum sjómaður, gagnrýnir forstjóra Hafró og ósannindi sem tengjast loðnu, humar og þorski í samtali við Björ...
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 15

Föstudagur 11. apríl Vikuskammtur: Vika 15 Í Vikuskammtinn mæta að þessu sinni Rauða borðs-liðar Samstöðvarinnar og gera upp samræðu vikunnar og ársins og ræða um persónuleg tengsl sín við páska. Gunnar Smári og Sigurjón Magnús, Björn, María Lilja og Oddný Eir ásamt Laufeyju Líndal spyrja hvert annað spjörunum úr.
Rauða borðið 10. apríl: Staða ríkisstjórnarinnar, hagstjórn, umtöluð sjónvarpsþáttaröð, rafrettur, ópíóðar og transfréttir

Fimmtudagur 10. apríl Staða ríkisstjórnarinnar, hagstjórn, umtöluð sjónvarpsþáttaröð, rafrettur, ópíóðar og transfréttir Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann ræðir meðal annars viðtal Samstöðvarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þingmál, pólitík innan lands og utan og málþófið séríslenska sem hann kallar mikinn ósið. Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóri ræðir við Gunnar Smára Egilsson um ýmis mál er varða embættisverk Bandaríkjaforseta, tollamál og annað sem hefur...