Við skákborðið

40 Episodes
Subscribe

By: Útvarp Saga

Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.

Íslandsmót skákfélaga og afmælis-skákveisla í Garðabæ: Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari og ritstjóri DV.is
#149
Today at 6:00 PM

Kristján Örn tekur á móti Birni Þorfinnssyni, alþjóðlegum meistara og ritstjóri DV.is í stúdíóið. Mikill kraftur er búinn að vera í íslensku mótahaldi að undanförnu og fara þeir Björn og Kristján yfir það helsta í þættinum. Þeir tala um menn og málefni og segja sína skoðun á hvoru tveggja. Taflfélag Garðabæjar hélt upp á 45 ára afmæli sitt á mánudaginn var í Miðgarði, nýja íþróttahúsi bæjarins, en þar hefur félagið fengið góða aðstöðu fyrir starfsemi sína. Afmælisveislan hófst með því að boðið var upp á veitingar...


Tímaritið Skák: Gauti Páll Jónsson ritstjóri
#148
11/12/2025

Kristján Örn Elíasson ræðir við Gauta Páll Jónsson sagnfræðing og ritstjóra tímaritsins Skákar. Umfjöllunarefnið er nýjasta tímarit Skákar sem kemur út á morgun eða á sama tíma og úrvalsdeild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga hefst í Rimaskóla. Þeir ræða Heimsbikarmótið á Indlandi en margir af sterkustu skákmönnum heims hafa þegar helst úr lestinni. Einng tala þeir um Íslandsmót Símans í netskák, EM ungmenna í Svartfjallalandi sem er nýlokið, Le Kock mótaröðina hjá Vigni Vatnari og velheppnaða skákferð hans og Benedikts Briem til Portúgals og flei


Draumar, blóðþrýstingur, ástin og gervigreind: Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur
#147
11/05/2025

Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur (MBA), er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Magnús er 1. borðsmaður skákdeildar Dímonar frá Hvolsvelli en ný skáksveit félagsins hefur unnið sig úr 4. deild og upp í 2. deild á aðeins tveimur árum eða frá því að skákdeildin var stofnuð og hóf að tefla á Íslandsmóti skákfélaga. Magnús segir frá ferðalagi skáksveitarinnar á Evrópumót taflfélaga á Ródos í Grikklandi sem lauk fyrir skemmstu og "varpar upplýsingasprengju" inn í 2. deild fyrrihluta Íslandsmót skákfélaga um liðskipan skákdeildar Dímonar. Magnús Pálmi ræð...


Skáksviðið: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák
#146
10/29/2025

Gestur þáttarins er Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Helgi varð heimsmeistari í skák 20 ára og yngri árið 1994. Hann hefur verið virkur á skáksviðinu og sinnt skrifum og lögfræðilegri ráðgjöf. Helgi hefur einnig kennt við lagadeild Háskóla Íslands og skrifað mikið um stjórn fiskveiða og önnur málefni. Þótt Helgi sé fjölhæfur þá ræða þeir Kristján Örn þó eingöngu um skák í þættinum. Þeir félagar fóru yfir árangur Íslendinga á nýloknu Evrópumóti taflfélaga og töluðu um Evrópumót ungmenna sem hófst í dag en 15 keppendur...


Skákskóli Íslands og EM taflfélaga: FIDE-meistararnir Björn Ívar Karlsson og Halldór Grétar Einarsson
#145
10/22/2025

Gestir í skákþættinum eru FIDE-meistararnir Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands og Halldór Grétar Einarsson, formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða Evrópumót taflfélaga sem nú stendur yfir í Ródos í Grikklandi en tugir Íslendinga taka þátt í mótinu. Björn Ívar segir frá skáklífinu í Skákskóla Íslands, Halldór Grétar ræðir tölfræði og ber saman meðalaldur og meðalskákstig keppenda á EM taflfélaga, á Reykjavíkurskákmótinu síðasta og í úrvalsdeild síðasta Íslandsmóts skákfélaga. Í upphafi þáttar er viðtal við Gauta Pál Jónsson, ritstjóra t...


Víkingaskák og EM landsliða: Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Grétar Einarsson
#143
10/15/2025

Gestir skákþáttarins eru Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks. Gunnar ræðir sögu Víkingaskákarinnar á Íslandi en það var hugvitsmaðurinn Magnús Ólafsson sem fann upp Víkingaskákina árið 1967. Hugmyndina fékk hann þegar hann sá sexhyrnda ró í skrúfuhrúgu en Magnús hafði áður fengið þá hugmynd að hanna séríslenskt manntafl og var niðurstaða hans stórmerkileg. Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins og ræðir árangur íslensku liðanna á Evrópumót land


Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Grétar Einarsson
#144
10/15/2025


Bankar, skák og Litla kaffistofan: Stefán Þormar Guðmundsson fv. banka- og veitingamaður
#142
10/08/2025

Stefán Þormar Guðmundsson, skákmaður og fyrrverandi banka- og veitingamaður er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Stefán talar um skákmenninguna í íslensku bönkunum hér á árum áður og segir að mikið hafi verið teflt og mörg sterk skákmót hafi verið haldin í bönkunum og á vegum þeirra. Hann segir að mikil samkeppni hafi verið á milli bankanna og þeir keppst við að ná til sín sterkustu skákmönnunum. Stefán telur upp fjölmörg nöfn öflugra skákmanna sem skipuðu sveitir Búnaðarbankans, Landsbankans og Útvegsbankans. Hann talar um Jóhann Þóri Jónsson o...


Skákin hreinsar hugann: Jón Steinn Elíasson, skákmaður og fv. eigandi Toppfisks
#141
10/01/2025

Kristján Örn ræðir við Jón Stein Elíasson skákmann og fyrrverandi eiganda Toppfisks. Þeir ræða skákina, fiskvinnsluna, dvölina á Spáni, gjaldþrot Toppfisks eftir 40 ára starfsemi, gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Play og áhrif þess á Íslendinga með dvalarstað eða búsetu á Spáni og margt fleira. Jón Steinn segir að í erfiðum atvinnurekstri sínum í gegnum tíðina hafi skákin gert honum kleift að gleyma amstri dagsins, hreinsa hugann og safna kröftum.


Ungir og efnilegir: Haukur Víðis Leósson og Pétur Úlfar Ernisson
#140
09/24/2025

Gestir Kristjáns Arnar í skákþættinum í dag eru þeir Haukur Víðis Leósson, 11 ára, og Pétur Úlfar Ernisson, 9 ára, tveir efnilegir og áhugasamir ungir drengir úr Taflfélagi Reykjavíkur. Þeir hafa tekið skákina föstum tökum undanfarin 3 ár og hafa m.a. báðir orðið Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki.

 

Kristján heimsækir þá á æfingu og ræðir við þá um það hvernig þeir fengu áhuga á skák og hvaða vinnu þeir leggja í til að bæta sig, eftirminnilegar skákir, skákmót, þjálfara, vini við skákborðið og nýafstaðið Haustmót TR þar sem þeir Haukur og Pétu...


Skákfréttir: Ingvar Þór Jóhannesson, formaður TR og ritstjóri Skák.is
#139
09/17/2025

Þeir Ingvar Þór Jóhannesson, formaður Taflfélags Reykjavíkur og ritstjóri Skák.is og Kristján Örn halda áfram að segja fréttir af erlendum og innlendum skákvettvangi en Ingvar Þór var einnig gestur þáttarins í síðustu viku. Ingvar og Kristján fóru yfir mótasenuna bæði hér heima og erlendis og var af nógu að taka!

Í upphafi síðari hluta þáttarins hringja þeir í Björn Ívar Karlsson, skólastjóra Skákskóla Íslands en Skákskóli Íslands stendur fyrir skákþjálfaranámskeiði dagana 29. og 30. september. Námskeiðið er opið öllu...


Íslenskar og erlendar skákfréttir: Ingvar Þór Jóhannesson, annar ritstjóra Skák.is og formaður TR
#138
09/10/2025

Ingvar Þór Jóhannesson, formaður Taflfélags Reykjavíkur og annar ritstjóra skákfréttavefjarins Skák.is er gestur Kristjáns Arnar. Þeir segja bæði íslenskar og erlendar skákfréttir og ræða það helsta sem er að gerast í skákinni um þessar mundir.


Framtíðarsýn og stefna: Vignir Vatnar Stefánsson, Íslandsmeistari í skák
#136
09/04/2025

Kristján Örn fær til sín Vigni Vatnar Stefánsson Íslandsmeistara í skák og stigahæsta skákmann landsins. Vignir segir frá mikilli ævintýraferð sinni til nokkurra landa í Asíu en hann og félagi hans í landsliðinu, Aleksandr Domalchuk-Jonasson, tefldu m.a. á athyglisverðu skákmóti í Kína þar sem þeir mættu grjóthörðum ungum og efnilegum Kínverjunum við í skákborðið. Vignir Vatnar tapaði ekki skák, gerði þrjú jafntefli og lagði sex andstæðinga sína. Vignir sigraði á mótinu og varð einn í efsta sæti með sjö og hálfan vinning í níu skákum. Ekki a...


Vetrarstarf taflfélaganna í landinu að hefjast: Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR
#135
08/27/2025

Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR og framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Þeir fara yfir mótaáætlun Skáksambands Íslands fyrir starfsárið 2025-26 og segja nýjustu fréttir af skákfréttavefnum skak.is en vetrarstarf talfélaganna í landinu er að hefjast núna í byrjun september. Má þar nefna undanrásir Íslandsmótsins í netskák í kvöld, Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem hefst 3. september og  Skákþing Norðlendinga sem haldið verður um næstu helgi, 5.-7. september. Oddgeir ræðir barnastarfið hjá KR, se...


Skákstarfið hjá TR: Daði Ómarsson og Gauti Páll Jónsson skákþjálfarar
#134
08/20/2025

Daði Ómarsson og Gauti Páll Jónsson frá Taflfélagi Reykjavíkur eru gestir Kristjáns Arnar. Þeir félagar fara yfir mótaáætlun TR og ræða starfið hjá félaginu í vetur en það byrjar með Borgarskákmótinu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, 20. ágúst. Árbæjarskákmótið er á dagskrá 31. ágúst og Haustmót TR hefst miðvikudaginn 3. september en stefnt er að teflt verði í tveimur lokuðum flokkum og einum opnum flokki. Einnig ræddu þeir önnur mót, eins og EM landsliða sem fram fer fram dagana 4.-15. október, EM taflfélaga sem haldið verður 18.-26...


ChatGPT-5 metur íslenska skákmenn: Björgvin Víglundsson þaulreyndur skákmeistari
#133
08/13/2025

Björgvin Víglundsson þaulreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þessum þætti. Þeir félagar ræða sterkustu skákmeistara Íslands frá miðri síðustu öld og til dagsins í dag. Gervigreindarforritið ChatGPT-5 kemur mikið við sögu en til gamans, og með fyrirvara um staðreyndarvillur, ólíkar forsendur og aðgengi að upplýsingum, var það fengið til að meta 30 sterkustu skákmenn Íslands frá upphafi, sterkustu virku skákmenn landsins fyrir 1975, skákstíla og persónueiginleika þeirra bestu og margt fleira sem ekki náðist að fara yfir í þessum þætti (framhald síðar). Loks var gervigreindin...


Skákkennsla fyrir stjórnmálamenn: Sigurður Þórðarson og Gunnar Freyr Rúnarsson
#132
08/06/2025

Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák. Sigurður er fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga en í fjóra áratug hefur hann flutt inn náttúrulyfið Rautt-eðalginseng. Rautt-eðalginseng er vinsælt hjá skákmönnum en það er talið skerpa athygli og auka þol. Þeir félagar ræða skák; Evrópukeppni félagsliða, árangur Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga frá stofnun hans árið 2007, Vestfirði og sjarma þeirra, pólitík hér heima og erlendis og mar...


Skák og píanóleikur - hugur og hönd: Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Gunnar Freyr Rúnarsson
#131
07/30/2025

Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og skákmaður og Gunnar Freyr Rúnarsson, sagnfræðingur og formaður Víkingaklúbbsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þema þáttarins snýst að einhverju leyti um New York en Þorsteinn bjó þar í 4 ár þegar hann stundaði nám við einn virtasta  tónlistarháskóla heims, Juilliard School of Music. Gunnar Freyr hefur einnig mikið dálæti af borginni en hann hefur margoft heimsótt "borgina sem aldrei sefur" meðal annars teflt þar með íslenska unglingalandsliðinu í skák. Þeir félagar ræða götuskákmenningu í stórborgum, heimsókn í Hvíta h...


Skák á Íslandi og í Austur-Evrópu: FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson
#130
07/23/2025

FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson fara um víðan völl í spjalli sínu við Kristján Örn í þættinum. Rætt er um skák á Íslandi fyrr og nú, nýskipuð keppnislið Íslands sem fara í haust til Batumi í Gerorgíu á Evrópumóti landsliða í skák, heimsbikarmót kvenna sem nú stendur yfir einnig í Batumi í Georgíu, Viðeyjarhraðskákmótið sem haldið var í Viðey um helgina, ferðalög þeirra félaga til Austur-Evrópu og margt fleira skemmtilegt og fróðlegt.


"Óli, leggðu á": Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks
#129
07/16/2025

Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistara og formann meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða afreksskák á Íslandi og styrki til afreksmanna í skák og þróun alþjóðlegra skákstiga síðustu árin. Þeir bera saman aldur og styrkleika sterkustu skákmanna Norðurlandanna og einnig koma þeir inn á hversu skákin er orðin vinsæl á netinu en um það bil þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur stofnað reikning á vefnum Chess.com þar sem hægt er að tefla, leysa þrautir, lesa fréttir og gera ýmislegt annað. 


Íslenskir titilhafar í frjálsu falli á stigalista FIDE: Björn Víglundsson og Halldór Grétar Einarsson
#128
07/09/2025

Skákmeistarinn Björn Víglundsson byggingaverkfræðingur og fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák og FIDE-meistarinn Halldór Grétar Einarsson, formaður meistararáðs Breiðabliks eru gestir Kristjáns Arnar í þættinum. Björn er í þættinum allan tímann en Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins frá Hveragerði. Björn segir frá sterkum frönskum stórmeisturum sem uppi voru á átjándu og nítjándu öldinni og ólíkum skákstílum en einnig ræðir hann sterkustu skákmenn heims í dag. Hann spyr sig hvað íslenskir skákmenn geti lært af þessum snillingum skákborðsins bæði fyrr og...


Skák, Þorskastríð, Rússar, Fischer og Rautt-eðalginseng: Sigurður Þórðar og Gunnar Freyr
#127
07/02/2025

Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák og fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga við Breta. Sigurður er kaupmaður og hefur síðustu fjóra áratugina flutt inn náttúrulyfið "Rautt-eðalginseng" sem er ræktað í 800-1000 metra hæð í Suður-Kóreu. Þeir félagar ræða skák, Þorskastríðin, kynni Sigurðar við Bobby Fischer en Fischer var mikill aðdáandi og reglulegur notandi "Rauðs-eðalginsengs," hvernig Sovétmenn/Rússar hjálpuðu Íslendingum að...


Yfirsetur á Íslandsmóti í skák og afreksmál: Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar
#126
06/25/2025

Gestur þáttarins er Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar. Rætt er um nýlokin Íslandsmót í skák á Blönduósi en þar voru krýndir fjórir Íslandsmeistarar. Rætt er um fyrirkomulag mótsins og hvort rétt sé að leyfa yfirsetur á Íslandsmótum í skák. Í síðari hluta þáttarins er rætt um afreksmálin í skákinni og hvað hægt sé að gera til að standa betur við bakið á okkar efnilegasta fólki. Gauti segir frá nýjungum í mótahaldi og nefnir til dæmis Pressukeppnina þar sem ungir skákmenn fá tækifæri til að tefla gegn reynslumeiri sk


Ýmsar hugleiðingar og aðalfundur SÍ: Björgvin Víglundsson skákmeistari
#125
06/18/2025

Björgvin Víglundsson, fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Þeir ræða um Magnus Carlsen og Hikaru Nakamura og gamla meistara skákborðsins. Í síðari hluta þáttarins ræða þeir skákhátíðina á Blönduósi og aðalfund Skáksamband Íslands sem haldinn var á Blönduósi sl. laugardag þrátt fyrir að skoðunarmenn reikninga sambandsins hafi talið tilefni til þess að hafin yrði rannsókn á rekstri og bókhaldi Skáksambandsins og að formenn nokkurra aðildarfélaga hafi farið fram á að fundinum yrði frestað. 


Gerir kröfu um breytingar: Arnar Erwin Gunnarsson alþjóðlegur meistari í skák
#124
06/11/2025

Arnar Erwin Gunnarsson alþjóðlegur meistari í skák ræðir feril sinn og hugleiðingar um framtíð skákar á Íslandi. Hann talar um erfiðar krossgötur sem hreyfingin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Arnar telur að Ísland sé að tapa sérstöðu sinni sem mikil skákþjóð og hafi dregist langt aftur úr öðrum þjóðum síðastliðin 10 til 15 ár. Hann segir að fjármunum hafi verið mjög illa varið sem hafi bitnað gríðarlega á öllu afreksstarfi með þeim afleiðinum að hann og aðrir sterkir skákmeistarar hafi misst áhugann og hætt að tefla. Viðtalið við Arnar Erwin má hlusta í


Skákferill og stúderingar: Sigurbjörn J. Björnsson FIDE meistari
#123
06/05/2025

Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalíf er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Sigurbjörn er FIDE meistari og Íslandsmeistari í skák með félagsliði sínu, Skákdeild Fjölnis. Sigurbjörn ræðir skákferil sinn og segir frá hvernig hann stúderar skák og undirbýr sig gegn andstæðingum sínum. Hann nefnir ýmis skákforrit og skákgagnagrunna og lýsir hvernig undirbúningur skákmanna hefur þróast í gegnum tíðina með tilkomu tölva, snjallsíma og skákforrita. Þeir félagar fara um víðan völl í spjalli sínu en hlusta má á þáttinn í spilar


Sterkurstu heimsmeistarar sögunnar: Björgvin Víglundsson skákmeistari og byggingaverkfræðingur
#122
05/28/2025

Björgvin Víglundsson, þrautreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Umræðuefnið er að mestu heimsmeistaraeinvígi Mikhail Botvinnik og David Bronstein árið 1951 og sterkustu heimsmeistarar sögunnar. Björgvin þakkar Útvarpi Sögu og Kristjáni Erni fyrir þeirra framlag til skákhreyfingarinnar með því að halda úti vikulegum útvarpsþætti um skák. Hann ræðir einnig framboð Kristjáns til embættis forseta Skáksambands Íslands. Kristján leggur mjög mikla áherslu á að ný stjórn Sambandsins verði samhent og að hana skipi fulltrúar frá félögum sem hafa verið virk í starfi. Hann telur að með...


Minningarmót Gunna Gunn og Ottó: Helgi Árnason og Tryggvi Leifur Óttarsson
#121
05/21/2025

Kristján Örn ræðir við Helga Árnason, formann Skákdeildar Fjölnis og Tryggva Leif Óskarsson, formann Taflfélags Snæfellsbæjar um stórglæsilegt og fjölmennt minningarmót um Gunnar Gunnarsson og Ottó A. Árnason sem haldið var í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík um síðustu helgi. Báðir voru þessir frumkvöðlar miklir áhugamenn um skák og merkir menn í sögu Ólafsvíkur.


Skákþjálfaraspjall: Torfi Leósson og Gauti Páll Jónsson
#119
05/16/2025

Torfi Leósson og Gauti Páll Jónsson eru gestir þáttarins að þessu sinni. Báðir eru þeir fyrrum formenn Taflfélags Reykjavíkur og núverandi þjálfarar félagsins. Í þættinum fara þeir yfir hvernig skákumhverfið hefur breyst á undanförnum áratugum og hvernig ný tækni og aukin samkeppni hefur haft áhrif á þjálfun og styrkleika skákmanna. Með tilkomu rafrænna kennslutækja og skákforrita hefur orðið bylting í skákþjálfun. Þeir segja að íslenskir skákmenn verði að fylgjast vel með ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á alþjóðavettvangi.


Við skákborðið - Gauti Páll Jónsson og Torfi Leósson
#120
05/14/2025


Norðurlandameistarar stúlkna í skák: Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem
#117
05/07/2025

Gestir Kristjáns Arnar eru nýkrýndir Norðurlandameistarar í skák. Þetta eru ungu landsliðskonurnar Iðunn Helgadóttir 17 ára og Guðrún Fanney Briem 15 ára sem báðar urðu Norðurlandameistarar í sínum flokkum eftir sigur á Norðurlandamóti stúlkna í skák sem fram fór í Fredericia í Danmörku um þar síðustu helgi. FIDE meistarinn Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands og einn af þjálfurum stúlknanna og fararstjóri í ferðinni er einnig gestur þáttarins. 


Iðunn og Guðrún Norðurlandameistarar í skák
#118
05/07/2025


Hvað er að frétta? - Ingvar Þór Jóhannesson annar ritstjóra vefmiðilsins Skák.is
#116
04/30/2025

Ingvar Þór Jóhannesson, skákfréttaritari og annar ritstjóra vefmiðilisins Skák.is er gestur Kristjáns Arnar að þessu sinni. Þeir félagar ræða nýafstaðið Reykjavíkurskákmót, skipulagningu mótsins, val þátttakenda, gengi íslensku keppendanna og ýmislegt fleira varðandi umgjörð mótsins og annað. Frábær árangur íslensku landsliðsstúlknanna barst í tal en þær Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem urðu báðar Norðurlandameistarar stúlkna í skák, hvor í sínum aldursflokki, en mótið fór fram í Fredericia í Danmörku um síðustu helgi. Taflfélag Snæfellsbæjar blæs til glæs...


Vignir Vatnar Stefánsson sigrar Magnus Carlsen á skákmótaröðinni Titled Tuesday
#115
04/23/2025

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, stigahæsti skákmaður landsins er mættur í stúdíóið til Kristjáns Arnar. Þeir félagar fara um víðan völl í spjalli sínu í þessum skemmtilega þætti. Í gærkvöldi, á hinu ofursterka vikulega Titled Tuesday hraðskákmóti á Chess.com, gerði Vignir sér lítið fyrir og lagði sjálfan Magnus Carlsen að velli - með svörtu! Líklegast hefur enginn Íslendingur unnið Carlsen eftir að hann varð fyrst heimsmeistari árið 2013. Vignir minnist Friðriks Ólafssonar, talar um Reykjavíkurskákmótið, nýja skákmótaröð sem hann stendur fyrir og ber nafnið Le Co...


Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum
#114
04/16/2025

Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er gestur Kristjáns Arnar. Geir segir frá hvenær hann fékk fyrst áhuga á skák og skákmótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann telur upp góða skákmenn sem sátu á Alþingi með honum og talar um Friðrik Ólafsson og aðra sterka skákmeistara sem hann hefur mætt á skákborðinu. Barnabörn Geirs, Inga Jóna 12 ára og Hafþór 9 ára, æfa bæði skák og hafa farið á skákmót til útlanda með leikskólanum Laufásborg undir styrkri handleiðslu Omar Salama sk...


Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR
#113
04/09/2025

Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR er gestur þáttarins. Oddgeir er með doktorsgráðu í hagfræði og starfar sem framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Í þættinum minnast þeir Kristján Örn Friðriks Ólafssonar, fyrsta, sterkasta og þekktasta stórmeistara Íslendinga í skák, sem andaðist föstudaginn 4. apríl síðastliðinn eftir skammvin veikindi. Oddgeir segir frá barnastarfinu hjá skákdeild KR, segir frá góðum árangri barna og unglinga á Íslandsmóti barna- og grunnskóla og á Reykjavíkurmótinu í skólaskák en fjölmörg barnaskákmót hafa verið haldin að undanförnu. Oddgeir talar um Reykjaví...


Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák
#111
04/03/2025

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák, er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Björn segir frá ferðum sínum á skákmót í Túnis í Afríku og norður í land á 20 ára afmælismót Goðans þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Björn stefnir á að bæta sig í skák á gamalsaldri eins og hann orðar það en hann hefur hækkað um tæplega 40 elo-skákstig á nokkrum mánuðum. Kristján Örn fór inn á Facebooksíðu Björns og spyr hvort hann kannist við setninguna: "Rosalega verður maður kærulaus í þessum hita". Björn hlær o...


Björn Þorfinnsson
#112
04/03/2025

Kristján Örn ræðir við Björn Þorfinnsson, alþjóðlegan meistara í skák og ritstjóra DV.


Stöðnun og óvirkir afreksmenn: Halldór Grétar Einarsson FIDE meistari og formaður meistararáðs Breiðabliks
#110
03/27/2025

Kristján Örn tekur á móti FIDE meistaranum Halldóri Grétari Einarssyni, formanni meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða tölfræði eða árangur þeirra keppenda sem stóðu sig hvað best á nýafstöðnu Íslandsmóti skákfélaga. Einnig velta þeir vöngum yfir þeirri kyrrstöðu sem ríkir hjá mörgum af bestu afreksmönnum okkar Íslendinga í skák en þessir skákmenn eru þá ýmist óvirkir eða tefla lítið. Þeir Halldór og Kristján lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála og kalla eftir stefnumótunarvinnu hjá íslenskri skákhreyfingu.


Út um allar trissur með Gunnari Frey Rúnarssyni og Róberti Lagerman
#109
03/19/2025

Gunnar Freyr Rúnarsson, formaður Víkingaklúbbsins og FIDE meistarinn Róbert Lagerman, aðalritari Vinaskákfélagsins og alþjóðlegur skákdómari heimsækja Kristján Örn í stúdíóið á Útvarpi Sögu. Þeir fara út um víðan völl og ræða meðal annars um fyrirkomulag Íslandsmóts skákfélaga, Víkingaskák, bréfskák, landsliðsmál Grænlands, Reykjavíkurskákmótið, skák úti á landsbyggðinni, Æsi skákfélagið og vel heppnað 20 ára afmælismót Goðans sem fram fór í Skjólbrekku í Mývatnssveit um síðustu helgi.