Við skákborðið
Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.
Skák og píanóleikur - hugur og hönd: Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Gunnar Freyr Rúnarsson

Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og skákmaður og Gunnar Freyr Rúnarsson, sagnfræðingur og formaður Víkingaklúbbsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þema þáttarins snýst að einhverju leyti um New York en Þorsteinn bjó þar í 4 ár þegar hann stundaði nám við einn virtasta tónlistarháskóla heims, Juilliard School of Music. Gunnar Freyr hefur einnig mikið dálæti af borginni en hann hefur margoft heimsótt "borgina sem aldrei sefur" meðal annars teflt þar með íslenska unglingalandsliðinu í skák. Þeir félagar ræða götuskákmenningu í stórborgum, heimsókn í Hvíta h...
Skák á Íslandi og í Austur-Evrópu: FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson

FIDE-meistararnir Símon Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson fara um víðan völl í spjalli sínu við Kristján Örn í þættinum. Rætt er um skák á Íslandi fyrr og nú, nýskipuð keppnislið Íslands sem fara í haust til Batumi í Gerorgíu á Evrópumóti landsliða í skák, heimsbikarmót kvenna sem nú stendur yfir einnig í Batumi í Georgíu, Viðeyjarhraðskákmótið sem haldið var í Viðey um helgina, ferðalög þeirra félaga til Austur-Evrópu og margt fleira skemmtilegt og fróðlegt.
"Óli, leggðu á": Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks

Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistara og formann meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða afreksskák á Íslandi og styrki til afreksmanna í skák og þróun alþjóðlegra skákstiga síðustu árin. Þeir bera saman aldur og styrkleika sterkustu skákmanna Norðurlandanna og einnig koma þeir inn á hversu skákin er orðin vinsæl á netinu en um það bil þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur stofnað reikning á vefnum Chess.com þar sem hægt er að tefla, leysa þrautir, lesa fréttir og gera ýmislegt annað.
Íslenskir titilhafar í frjálsu falli á stigalista FIDE: Björn Víglundsson og Halldór Grétar Einarsson

Skákmeistarinn Björn Víglundsson byggingaverkfræðingur og fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák og FIDE-meistarinn Halldór Grétar Einarsson, formaður meistararáðs Breiðabliks eru gestir Kristjáns Arnar í þættinum. Björn er í þættinum allan tímann en Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins frá Hveragerði. Björn segir frá sterkum frönskum stórmeisturum sem uppi voru á átjándu og nítjándu öldinni og ólíkum skákstílum en einnig ræðir hann sterkustu skákmenn heims í dag. Hann spyr sig hvað íslenskir skákmenn geti lært af þessum snillingum skákborðsins bæði fyrr og...
Skák, Þorskastríð, Rússar, Fischer og Rautt-eðalginseng: Sigurður Þórðar og Gunnar Freyr

Gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti eru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Sigurður Þórðarson, áhugamaður um skák og fyrrverandi stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í síðustu tveimur Þorskastríðum Íslendinga við Breta. Sigurður er kaupmaður og hefur síðustu fjóra áratugina flutt inn náttúrulyfið "Rautt-eðalginseng" sem er ræktað í 800-1000 metra hæð í Suður-Kóreu. Þeir félagar ræða skák, Þorskastríðin, kynni Sigurðar við Bobby Fischer en Fischer var mikill aðdáandi og reglulegur notandi "Rauðs-eðalginsengs," hvernig Sovétmenn/Rússar hjálpuðu Íslendingum að...
Yfirsetur á Íslandsmóti í skák og afreksmál: Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar

Gestur þáttarins er Gauti Páll Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar. Rætt er um nýlokin Íslandsmót í skák á Blönduósi en þar voru krýndir fjórir Íslandsmeistarar. Rætt er um fyrirkomulag mótsins og hvort rétt sé að leyfa yfirsetur á Íslandsmótum í skák. Í síðari hluta þáttarins er rætt um afreksmálin í skákinni og hvað hægt sé að gera til að standa betur við bakið á okkar efnilegasta fólki. Gauti segir frá nýjungum í mótahaldi og nefnir til dæmis Pressukeppnina þar sem ungir skákmenn fá tækifæri til að tefla gegn reynslumeiri sk
Ýmsar hugleiðingar og aðalfundur SÍ: Björgvin Víglundsson skákmeistari

Björgvin Víglundsson, fyrrverandi Íslandsmeistari öldunga í skák er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Þeir ræða um Magnus Carlsen og Hikaru Nakamura og gamla meistara skákborðsins. Í síðari hluta þáttarins ræða þeir skákhátíðina á Blönduósi og aðalfund Skáksamband Íslands sem haldinn var á Blönduósi sl. laugardag þrátt fyrir að skoðunarmenn reikninga sambandsins hafi talið tilefni til þess að hafin yrði rannsókn á rekstri og bókhaldi Skáksambandsins og að formenn nokkurra aðildarfélaga hafi farið fram á að fundinum yrði frestað.
Gerir kröfu um breytingar: Arnar Erwin Gunnarsson alþjóðlegur meistari í skák

Arnar Erwin Gunnarsson alþjóðlegur meistari í skák ræðir feril sinn og hugleiðingar um framtíð skákar á Íslandi. Hann talar um erfiðar krossgötur sem hreyfingin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Arnar telur að Ísland sé að tapa sérstöðu sinni sem mikil skákþjóð og hafi dregist langt aftur úr öðrum þjóðum síðastliðin 10 til 15 ár. Hann segir að fjármunum hafi verið mjög illa varið sem hafi bitnað gríðarlega á öllu afreksstarfi með þeim afleiðinum að hann og aðrir sterkir skákmeistarar hafi misst áhugann og hætt að tefla. Viðtalið við Arnar Erwin má hlusta í
Skákferill og stúderingar: Sigurbjörn J. Björnsson FIDE meistari

Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalíf er gestur Kristjáns Arnar í þættinum. Sigurbjörn er FIDE meistari og Íslandsmeistari í skák með félagsliði sínu, Skákdeild Fjölnis. Sigurbjörn ræðir skákferil sinn og segir frá hvernig hann stúderar skák og undirbýr sig gegn andstæðingum sínum. Hann nefnir ýmis skákforrit og skákgagnagrunna og lýsir hvernig undirbúningur skákmanna hefur þróast í gegnum tíðina með tilkomu tölva, snjallsíma og skákforrita. Þeir félagar fara um víðan völl í spjalli sínu en hlusta má á þáttinn í spilar
Sterkurstu heimsmeistarar sögunnar: Björgvin Víglundsson skákmeistari og byggingaverkfræðingur

Björgvin Víglundsson, þrautreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Umræðuefnið er að mestu heimsmeistaraeinvígi Mikhail Botvinnik og David Bronstein árið 1951 og sterkustu heimsmeistarar sögunnar. Björgvin þakkar Útvarpi Sögu og Kristjáni Erni fyrir þeirra framlag til skákhreyfingarinnar með því að halda úti vikulegum útvarpsþætti um skák. Hann ræðir einnig framboð Kristjáns til embættis forseta Skáksambands Íslands. Kristján leggur mjög mikla áherslu á að ný stjórn Sambandsins verði samhent og að hana skipi fulltrúar frá félögum sem hafa verið virk í starfi. Hann telur að með...
Minningarmót Gunna Gunn og Ottó: Helgi Árnason og Tryggvi Leifur Óttarsson

Kristján Örn ræðir við Helga Árnason, formann Skákdeildar Fjölnis og Tryggva Leif Óskarsson, formann Taflfélags Snæfellsbæjar um stórglæsilegt og fjölmennt minningarmót um Gunnar Gunnarsson og Ottó A. Árnason sem haldið var í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík um síðustu helgi. Báðir voru þessir frumkvöðlar miklir áhugamenn um skák og merkir menn í sögu Ólafsvíkur.
Skákþjálfaraspjall: Torfi Leósson og Gauti Páll Jónsson

Torfi Leósson og Gauti Páll Jónsson eru gestir þáttarins að þessu sinni. Báðir eru þeir fyrrum formenn Taflfélags Reykjavíkur og núverandi þjálfarar félagsins. Í þættinum fara þeir yfir hvernig skákumhverfið hefur breyst á undanförnum áratugum og hvernig ný tækni og aukin samkeppni hefur haft áhrif á þjálfun og styrkleika skákmanna. Með tilkomu rafrænna kennslutækja og skákforrita hefur orðið bylting í skákþjálfun. Þeir segja að íslenskir skákmenn verði að fylgjast vel með ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á alþjóðavettvangi.
Við skákborðið - Gauti Páll Jónsson og Torfi Leósson

Norðurlandameistarar stúlkna í skák: Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem

Gestir Kristjáns Arnar eru nýkrýndir Norðurlandameistarar í skák. Þetta eru ungu landsliðskonurnar Iðunn Helgadóttir 17 ára og Guðrún Fanney Briem 15 ára sem báðar urðu Norðurlandameistarar í sínum flokkum eftir sigur á Norðurlandamóti stúlkna í skák sem fram fór í Fredericia í Danmörku um þar síðustu helgi. FIDE meistarinn Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands og einn af þjálfurum stúlknanna og fararstjóri í ferðinni er einnig gestur þáttarins.
Iðunn og Guðrún Norðurlandameistarar í skák

Hvað er að frétta? - Ingvar Þór Jóhannesson annar ritstjóra vefmiðilsins Skák.is

Ingvar Þór Jóhannesson, skákfréttaritari og annar ritstjóra vefmiðilisins Skák.is er gestur Kristjáns Arnar að þessu sinni. Þeir félagar ræða nýafstaðið Reykjavíkurskákmót, skipulagningu mótsins, val þátttakenda, gengi íslensku keppendanna og ýmislegt fleira varðandi umgjörð mótsins og annað. Frábær árangur íslensku landsliðsstúlknanna barst í tal en þær Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem urðu báðar Norðurlandameistarar stúlkna í skák, hvor í sínum aldursflokki, en mótið fór fram í Fredericia í Danmörku um síðustu helgi. Taflfélag Snæfellsbæjar blæs til glæs...
Vignir Vatnar Stefánsson sigrar Magnus Carlsen á skákmótaröðinni Titled Tuesday

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, stigahæsti skákmaður landsins er mættur í stúdíóið til Kristjáns Arnar. Þeir félagar fara um víðan völl í spjalli sínu í þessum skemmtilega þætti. Í gærkvöldi, á hinu ofursterka vikulega Titled Tuesday hraðskákmóti á Chess.com, gerði Vignir sér lítið fyrir og lagði sjálfan Magnus Carlsen að velli - með svörtu! Líklegast hefur enginn Íslendingur unnið Carlsen eftir að hann varð fyrst heimsmeistari árið 2013. Vignir minnist Friðriks Ólafssonar, talar um Reykjavíkurskákmótið, nýja skákmótaröð sem hann stendur fyrir og ber nafnið Le Co...
Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum

Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er gestur Kristjáns Arnar. Geir segir frá hvenær hann fékk fyrst áhuga á skák og skákmótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann telur upp góða skákmenn sem sátu á Alþingi með honum og talar um Friðrik Ólafsson og aðra sterka skákmeistara sem hann hefur mætt á skákborðinu. Barnabörn Geirs, Inga Jóna 12 ára og Hafþór 9 ára, æfa bæði skák og hafa farið á skákmót til útlanda með leikskólanum Laufásborg undir styrkri handleiðslu Omar Salama sk...
Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR

Oddgeir Ágúst Ottesen, formaður skákdeildar KR er gestur þáttarins. Oddgeir er með doktorsgráðu í hagfræði og starfar sem framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Í þættinum minnast þeir Kristján Örn Friðriks Ólafssonar, fyrsta, sterkasta og þekktasta stórmeistara Íslendinga í skák, sem andaðist föstudaginn 4. apríl síðastliðinn eftir skammvin veikindi. Oddgeir segir frá barnastarfinu hjá skákdeild KR, segir frá góðum árangri barna og unglinga á Íslandsmóti barna- og grunnskóla og á Reykjavíkurmótinu í skólaskák en fjölmörg barnaskákmót hafa verið haldin að undanförnu. Oddgeir talar um Reykjaví...
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák, er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Björn segir frá ferðum sínum á skákmót í Túnis í Afríku og norður í land á 20 ára afmælismót Goðans þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Björn stefnir á að bæta sig í skák á gamalsaldri eins og hann orðar það en hann hefur hækkað um tæplega 40 elo-skákstig á nokkrum mánuðum. Kristján Örn fór inn á Facebooksíðu Björns og spyr hvort hann kannist við setninguna: "Rosalega verður maður kærulaus í þessum hita". Björn hlær o...
Björn Þorfinnsson

Kristján Örn ræðir við Björn Þorfinnsson, alþjóðlegan meistara í skák og ritstjóra DV.
Stöðnun og óvirkir afreksmenn: Halldór Grétar Einarsson FIDE meistari og formaður meistararáðs Breiðabliks

Kristján Örn tekur á móti FIDE meistaranum Halldóri Grétari Einarssyni, formanni meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða tölfræði eða árangur þeirra keppenda sem stóðu sig hvað best á nýafstöðnu Íslandsmóti skákfélaga. Einnig velta þeir vöngum yfir þeirri kyrrstöðu sem ríkir hjá mörgum af bestu afreksmönnum okkar Íslendinga í skák en þessir skákmenn eru þá ýmist óvirkir eða tefla lítið. Þeir Halldór og Kristján lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála og kalla eftir stefnumótunarvinnu hjá íslenskri skákhreyfingu.
Út um allar trissur með Gunnari Frey Rúnarssyni og Róberti Lagerman

Gunnar Freyr Rúnarsson, formaður Víkingaklúbbsins og FIDE meistarinn Róbert Lagerman, aðalritari Vinaskákfélagsins og alþjóðlegur skákdómari heimsækja Kristján Örn í stúdíóið á Útvarpi Sögu. Þeir fara út um víðan völl og ræða meðal annars um fyrirkomulag Íslandsmóts skákfélaga, Víkingaskák, bréfskák, landsliðsmál Grænlands, Reykjavíkurskákmótið, skák úti á landsbyggðinni, Æsi skákfélagið og vel heppnað 20 ára afmælismót Goðans sem fram fór í Skjólbrekku í Mývatnssveit um síðustu helgi.
Vestfirðingarnir Guðmundur Gíslason og Magnús Pálmi Örnólfsson

Kristján Örn tekur á móti Vestfirðingunum Guðmundi Gíslasyni, FIDE meistara og verkstjóra hjá hraðfrystihúsinu Gunnvör í Hnífsdal og Magnúsi Pálma Örnólfssyni, skákmeistara og hagfræðingi MBA.
Íslandsmót skákfélaga og Boris Spassky: Sigurbjörn J. Björnsson og Halldór Grétar Einarsson

FIDE meistararnir Sigurbjörn J. Björnsson frá skákdeild Fjölnis og Halldór Grétar Einarsson frá skákdeild Breiðabliks ræða um Íslandsmót skákfélaga sem lauk um síðustu helgi. Sigurbjörn minnist Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák og eins af fremstu skákmönnum sögunnar, sem lést á fimmtudaginn í síðustu viku áttatíu og átta ára að aldri. Árið 1969 náði Spassky hápunkti ferils síns þegar hann varð heimsmeistari í skák eftir sigur á Tigran Petrosjan. Þremur árum síðar eða árið 1972 háði hann eitt frægasta einvígi skáksögunnar við bandaríska skákmeist...
Tímaritið Skák og Íslandsmót skákfélaga: Gauti Páll Jónsson, ritstjóri og Björn Ívar Karlsson, skólastjóri Skákskóla Íslands

Í þessum eitthundraðasta frumflutta þætti Við skákborðið tekur Kristján Örn á móti þeim Gauta Páli Jónssyni, ritstjóra tímaritsins Skákar og Birni Ívari Karlssyni, skólastjóra Skákskóla Íslands. Umræðuefnið er tímaritið Skák sem kemur út lok vikunnar eða við upphaf síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga, Íslandsmótið, Skákskólann, Norðurlandamót ungmenna í Borgarnesi og margt fleira skemmtilegt.
Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og formaður Taflfélags Vestmannaeyja

Kristján Örn fær til sín Karl Gauta Hjaltason, alþingismann og formann Taflfélags Vestmannaeyja. Þeir ræddu sterka stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi, þingsályktunartillögu Karls Gauta frá því árið 2020 um skákkennslu í grunnskólum, öflugt skákstarf í Vestmannaeyjum, Íslandsmót skákfélaga en félagið stefnir á að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli 2026 á 100 ára afmælisári félagsins. Þá talaði Karl Gauti um Björn Kalman lögfræðing, sem tefldi með félaginu um árabil, og sagði að ýmsir teldu að Björn væri fyrirmynd aðalpersónunnar í hinni heimskunnu skáldsögu Manntafl eftir Stefan Zweig...
Skák og sundsmokkar: Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur

Gestur skákþáttarins í dag er Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur MBA. Þeir Kristján Örn og Magnús Pálmi fóru um víðan völl í spjalli sínu eins og svo oft áður. Af erlendum vettvangi ræddu þeir Titled Tuesday netskákmótin, Tata Steel ofurmótið sem haldið er árlega í Wijk aan Zee í Hollandi, Free Style Chess Grand Slam Tour 2025 mótaröðina en fyrsta slembiskákmótið í mótaröðinni stendur nú yfir í Weissenhaus í Þýskalandi. Af innlendum vettvangi töluðu þeir um nýja skákbók, Sikileyjarvörn, eftir Jón Viktor Gunnarsson alþjóðleg...
Afreksstefna Breiðabliks: Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs

Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks er gestur Kristjáns Arnar í þættinum í dag. Halldór ræðir afreksstefnu skákdeildar Breiðabliks og segir að ýmsum markmiðum deildarinnar hafi þegar verið náð. Máli sínu til stuðnings bendir hann meðal annars á árangur Blika í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir en 7. umferð þingsins verður tefld í kvöld. Þeir félagarnir ræða Title Tuesday netskákmótin á skákvefþjóninum Chess.com en nokkrir Íslendingar tefla þar reglulega eða á hverjum þriðjudegi eins og nafnið ber með sér. Þeir einir hafa þátttökurét...
Friðrik Ólafsson 90 ára goðsögn

Friðrik Ólafsson er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Friðrik varð fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958. Hann er þekktasti og sterkasti skákmeistari sem Íslendingar hafa eignast og var á meðal sterkustu skákmanna heims á sínum tíma. Friðrik var forseti Alþjóða skáksambandsins (FIDE) frá 1978 til 1982. Hann á glæsilegan starfsferil að baki og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Á sunnudaginn kemur eða þann 26. janúar fagnar Friðrik 90 ára stórafmæli sínu. Af því tilefni verður opið hús í Hörpu. Samkoman hefst kl. 16:00 og þætti meistaranum vænt um að sjá sem flesta. Hlusta má á við...
Skákspjall: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari og Magnús Pálmi Örnólfsson skákmeistari

Gestir þáttarins í dag eru Helgi Áss Grétarsson stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák og Magnús Pálmi Örnólfsson skákmeistari og hagfræðingur MBA. Þeir félagar fara um víðan völl í spjalli sínu, segja skemmtilegar sögur, tala um stefnu eða framtíð skákarinnar, hvernig menn takast ólíkt á við mótlæti eins og tap og hvernig og hversu fljótir menn eru að "núllstilla" sig, eins og Helgi orðar það. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum.
Óvæntar uppákomur á heimsmeistaramótunum í New York: Róbert Lagerman, Magnús Pálmi og Helgi Áss

Gestir þáttarins í dag eru Róbert Lagerman FIDE meistari og alþjóðlegur skákdómari, Magnús Pálmi Örnólfsson skákmeistari og hagfræðingur MBA og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson núverandi Íslandsmeistari í skák. Umræðuefnið er óvæntu uppákomurnar sem áttu sér stað á heimsmeistaramótunum í atskák og hraðskák sem fram fóru í New York á milli jóla og áramóta. Annars vegar er um að ræða "Stóra gallabuxnamálið" sem upp kom eftir áttundu umferð í atskákinni og hins vegar að heimsmeistaratigninni í hraðskák var skipt á milli Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi a...
Sigurbjörn J. Björnsson og Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands

FIDE meistararnir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalíf og Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands eru gestir Kristjáns Arnar að þessu sinni. Meginefni þáttarins er umfjöllun eða hugvekja um nýafstaðið heimsmeistaraeinvígi indverska áskorandans Gukesh Dommaraju og heimsmeistarans Ding Liren frá Kína. Einvíginu lauk með sigri Gukesh 7,5-6,5. Gukesh er þar með nýr heimsmeistari og langyngsti heimsmeistari skáksögunnar. Hann er aðeins 18 ára gamall og svo skemmtilega vill til að hann er einnig átjándi maðurinn til að hljóta þennan eftirsótta titil. Þeir félaga...
Heimsmeistaraeinvígið 2024 - 3. hluti: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák

Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í kappskák og hraðskák, er gestur Kristjáns Arnar í skákþættinum í þriðja skiptið í röð. Umræðuefnið er eins og áður heimsmeistaraeinvígið í Singapúr þar sem heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína leitast við að verja heimsmeistaratitilinn gegn áskorandanum Gukesh Dommaraju frá Indlandi. Einvígið hófst 25. nóvember og stendur til 13. desember eða þar til annar hefur náð 7.5 vinningi en tefldar verða 14 kappskákir. Staðan í einvíginu er jöfn 6.5-6.5 eftir að tefldar hafa verið þrettán skákir. Ding vann fyrstu skákina og þá tólftu og Gukesh vann þriðju s...
Heimsmeistaraeinvígið 2024 - 2. hluti: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák

Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák er gestur Kristjáns Arnar í annað skiptið í röð. Umræðuefnið er, eins og í síðasta þætti, heimsmeistaraeinvígið í Singapúr þar sem heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína leitast við að verja heimsmeistaratitilinn gegn áskorandanum Gukesh Dommaraju frá Indlandi. Einvígið hófst 25. nóvember og stendur til 13. desember eða þar til annar hefur náð 7.5 vinningi en tefldar verða 14 kappskákir. Staðan í einvíginu er jöfn 4-4 eftir að tefldar hafa verið átta umferðir. Ding vann fyrstu skákina, næsta fór jafntefli og þriðju skákina vann Gukesh. Helgi verðu...
Heimsmeistaraeinvígið 2024 - 1. hluti: Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák

Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák er gestur Kristjáns Arnar að þessu sinni. Umræðuefnið er heimsmeistaraeinvígið í Singapúr þar sem heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína leitast við að verja heimsmeistaratitilinn gegn áskorandanum Gukesh Dommaraju frá Indlandi. Einvígið hófst 25. nóvember og stendur til 13. desember eða þar til annar hefur náð 7.5 vinningi en tefldar verða 14 kappskákir. Staðan í einvíginu er jöfn eftir að tefldar hafa verið þrjár umferðir. Ding vann fyrstu skákina, næsta fór jafntefli og í dag vann Gukesh og jafnaði þannig stöðuna í einvíginu fy...
Gamlir skákmeistarar og nýir: Björn Víglundsson skákmeistari og byggingarverkfræðingur

Björgvin Víglundsson, margreyndur skákmeistari og byggingaverkfræðingur, er gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti. Umræðuefnið er að mestu gamlir erlendir skákmeistarar og heimsmeistaraeinvígið í skák 2024 sem fara mun fram í Singapúr dagana 25. nóvember til 13. desember nk. Það verða Kínverjinn Ding Liren (32 ára) ríkjandi heimsmeistari og áskorandinn Gukesh Dommaraju (18 ára) frá Indlandi sem takast munu á um heimsmeistaratignina. Heildarverðlaunafé verður tvær og hálf milljón dollara eða um 350 milljónir íslenskra króna.
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV.is og alþjóðlegur meistari í skák

Gestur Kristjáns Arnar í þættinum í dag er Björn Þorfinnsson ritstjóri DV.is. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2009 og hefur náð tveimur áföngum að stórmeistaratitli. Það er því engu logið þegar fullyrt er að hann sé í hópi sterkustu skákmanna landsins. Þeir félagar, Björn og Kristján, fóru um víðan völl og ræddu meðal annars um atskákkeppni taflfélaga sem lauk í gær, liðsgöngu Björns í Taflfélag Vestmanneyja, Íslandsmótið í netskák sem er rúmlega hálfnað, EM félagsliða í haust, EM einstaklinga sem er framundan, Arsena...
Heimsmeistareinvígið í skák 1972 og 100 ára afmæli FIDE: Guðmundur G. Þórarinsson, Einar S. Einarsson og Hilmar Viggósson

Gestir þáttarins að þessu sinnu eru þeir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, Einar S. Einarsson fyrrverandi forstjóri VISA á Íslandi og Hilmar Viggósson fyrrverandi bankaútibússtjóri. Guðmundur og Einar eru báðir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands og Hilmar er fyrrverandi gjaldkeri sambandsins en þeir Guðmundur og Hilmar voru við stjórnvölinn þegar „Einvígi aldarinnar“ fór fram í Laugardalshöll árið 1972 á milli þáverandi heimsmeistara í skák, Sovétsmannsins Boris Spasskys og Bandaríkjamannsins Roberts Fischers.
Eins og flestir vita sem fylgjast með skák veitti Alþingi Fischer íslenskan ríkisborgararétt...
Kjartan Briem formaður skákdeildar Breiðabliks og framkvæmdastjóri Isavia ANS

Kristján Örn tekur á móti Kjartani Briem formanni skákdeildar Breiðabliks og framkvæmdarstjóra Isavia ANS en félagið er dótturfélag Isavia sem annast flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Í upphafi þáttar segir Kjartan aðeins frá starfi eða hlutverki Isavia ANS en svo snúa þeir sér að starfinu hjá Skákdeild Breiðabliks. U-25 hópur Breiðabliks tekur nú í fyrsta skipti þátt í Evrópumóti félagsliða sem fer fram í Serbíu dagana 20. til 26. október. Þrjár umferðir hafa verið tefldar og hefur liðið staðið sig ágætlega og er í 38 sæti af 84 liðum sem...