Af hverju Ísland?

30 Episodes
Subscribe

By: Af hverju Ísland?

https://www.facebook.com/afhverjuisland/?ref=page_internal

Af hverju Ísland? - Ewa Malinowska - 5 þáttur 2 sería
#5
06/22/2022

This episode is in English. Viðmælandinn í dag er Ewa Malinowska sem upprunalega kemur frá Póllandi. Hún hefur búið á Íslandi í 7 ár og hefur búið víða. Núna vinnur Ewa og starfar í Vestmannaeyjum hjá Sea life Trust.


Af hverju Ísland? - Sanna - 4 þáttur 2 sería
#4
06/08/2022

Sanna Magdalena Mörtudóttir er viðmælandi þáttarins. Hún á íslenska móður og tansanískan föður og hefur búið á Íslandi frá 7 ára aldri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hún situr nú í borgarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn.


Af hverju Ísland? - Spjallþáttur Klaudia og Drífa - 3 þáttur 2 sería
#3
05/25/2022

Spjall um Eurovision, Úkrainustríðið, flóttamenn og fordóma.


Af hverju Ísland? - Ewa Marcinek - 2 þáttur 2 sería
#2
05/11/2022

*Podcast in English*
Ewa Marcinek kom til Íslands sem nemi og ætlaði sér bara að vera hér í 3 mánuði, 9 árum seinna er hún enn hér. Ewa er pólskt skáld sem var að gefa út sína fyrstu bók fyrir nokkru. Bókin heitir Ísland Pólerað og er fantagóð! Í bókinni fjallar hún um upplifun sína af því að flytjast til Íslands á einstaklega næman, á köflum harmþrunginn, og húmorískan hátt. Við ræðum við hana um bókina, störf hennar í listageiranum og margt annað. Athugið að viðtalið fer fram á ens


Af hverju Ísland? - Guðmundur og Caitlin - 1 þáttur 2 sería
#1
04/27/2022

*Podcast in English*
Caitlin Emma Jónsson kemur alla leið frá Ástralíu og hefur búið í Eyjum í nokkur ár. Hún elti ástina sína hingað, Guðmund Jónsson, sem var í námi í Ástralíu þegar þau kynntust. Á þeim tíma síðan hún fluttist búferlum yfir hálfan hnöttinn hafa þau Guðmundur gift sig og eignast einn son og er annar væntanlegur í heiminn í byrjun maí. Þau hjónin eru viðmælendur okkar að þessu sinni og segja frá bæði frá upplifun sinni af því að búa í nýju landi. Athugið að viðtalið fer fram á ensku. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 24 - Lokaþáttur
01/12/2022

*Við erum auðvitað að tala um Moniku þegar við töluðum um Joönnu


Af hverju Ísland? - Þáttur 23 - Jorrit
12/29/2021

Jorrit kemur frá Hollandi og hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hann kom að hausti til og flutti norður í Aðaldal. Þar starfaði hann í gróðurhúsi og var á þeim tíma eini útlendingurinn hjá fyrirtækinu.


Af hverju Ísland? - Þáttur 22 - Anette
12/15/2021


Af hverju Ísland? - Þáttur 21 - Kriselle
12/01/2021


Af hverju Ísland? - Þáttur 20 - Andri Hugo
11/17/2021

Andri Hugo Runólfsson er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Rætur hans liggja djúpt í Eyjum en þær ná líka alla leið til Bandaríkjanna.


Af hverju Ísland? - Þáttur 19 - Jórunn
11/03/2021

I dag hittum við Jórunni Einarsdóttur á zoom og þar var spurningin Af hverju ekki Ísland? þar sem hún er innflytjandi í Danmörku. Hún flutti ásamt fjölskyldunni til Kaupmannahafnar árið 2015 þar sem hún fór í nám. Þau búa þar enn og hún ræðir við okkur um áskoranir sem þau tókust á við þegar þau fluttu til nýs lands. Jórunn rekur nú fyrirtækið Katla - kennsla og ráðgjöf.


Af hverju Ísland? - Þáttur 18 - Tina
10/20/2021

Tina Merethe er viðmælandi dagsins. Hún er af dönsk-grænlenskum uppruna en hefur búið á Íslandi í mörg ár. Hennar fyrstu kynni af Íslandi voru þegar hún var fimm ára þegar pabbi hennar var við störf hér í Eyjum árið 1971. Hún flakkaði milli Danmerkur, Grænlands og Íslands þar til hún settist alfarið að í Vestmannaeyjum þar sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur.


Af hverju Ísland? - Þáttur 17 - Monika
10/06/2021

Monika Katarzyna flutti til Íslands frá Póllandi árið 1995. Ævintýramennska kom henni til Íslands og ætlaði hún sér að vinna og vera á landinu í 6 mánuði. Síðan eru liðin mörg ár og Monika er hér enn, búin að eignast fjölskyldu, mennta sig og búa sér líf fjarri heimahögunum.


Af hverju Ísland? - Þáttur 16 - Joanna (New in Iceland)
09/22/2021

Joanna er forstöðukona Ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur, sem m.a. rekur vefsíðuna newiniceland.is 
Joanna er upprunalega frá Póllandi og hefur búið á Íslandi lengi. Við ræðum um störf hennar hjá Ráðgjafarstofunni ásamt því að heyra um hennar bakgrunn.


Af hverju Ísland? - Þáttur 15 - Jasmina
09/08/2021

Jasmina er frá Bosníu. Magnað viðtal um stelpu sem upplifði stríð, einelti og heimilisleysi. Jasmina vinnur hjá Reykjavíkurborg í fjölmenningarmálum og frásögnin hennar um lífið hennar og allt sem fylgdi erfiðum tímum er mögnuð. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 14 - Madzia
08/25/2021

Madzia flutti til Ísland frá Póllandi á leikskólaaldri, fór aftur til Póllands og kom svo aftur. Hún segir frá sinni reynslu sem barn. Madzia stundaði nám í Grunnskóla Vestmannaeyja og er núna í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á vélstjórabraut. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 13 - Eliza Reid
08/11/2021

Eliza Jean Reid forsetafrú og kona af erlendum uppruna kemur í spjallið til okkar. Eliza er frá Kanada og segir okkur frá heimalandinu sínu, aðlögun á Íslandi o.fl.


Af hverju Ísland? - Þáttur 12 - Evelyn
07/28/2021

Evelyn kemur frá Sviss, hefur búið í Reykjavík, á Flúðum og í Vestmannaeyjum. Evelyn starfar sem kennari og er heilluð af Írlandi en kom til Íslands í skiptinám. Hún er klárlega tungumálamanneskja og hefur skemmtilega sögu að segja. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 11 - Jackie
07/14/2021

Jaqueline Cardoso da Silva : Jackie elti ástina til Íslands alla leið frá Brasilíu. Hún byrjaði sinn búskap í Fljótsdal, millilenti í Reykjavík en býr nú í Eyjum.


Af hverju Ísland? - Þáttur 10 - Marcin Zaborski
06/30/2021

Marcin Zaborski: Marcin er tvítugur en flutti til Íslands með foreldrum sínum aðeins 7 ára gamall. Hann segir okkur frá uppvexti sínum í Eyjum.


Af hverju Ísland? - Þáttur 9 - Nichole og MCC
06/16/2021

Podcast sem tekið var upp í gegnum Zoom, spjöllum við hana Nichole um hennar sögu ásamt því að fæða um Fjölmenningarsetur 


Af hverju Ísland? - Þáttur 8 - Mariusz
06/02/2021

Mariusz Wanecki: Mariusz kom liðlega tvítugur til Íslands í atvinnuleit. Hann er bróðir Marcins sem við ræddum við síðast.


Af hverju Ísland? - Þáttur 7 - Marcin
05/19/2021

Marcin Wanecki: Marcin kom ungur til Íslands með foreldrum sínum frá Póllandi. Hann hefur búið hér í Eyjum síðan.


Af hverju Ísland? - Þáttur 6 - Brya Mohammed
05/05/2021

Brya kemur frá Kúrdistan og hefur verið á Íslandi í rúm 4 ár. Hann hefur afrekað margt frá því að hann kom og hefur nú opnað matsölustaðinn Ranya – kebab í Vestmannaeyjum. Hann er aðeins farinn að læra íslensku en valdi að viðtalið færi fram á ensku. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 5 - Spjall um fjölmenningu
04/21/2021

Spjall um fjölmenningu. Drífa og Klaudia ræða um starf fjölmenningarfulltrúa og ýmislegt tengt því. 


Af hverju Ísland? - Þáttur 4 - Patrycja
04/07/2021

Patrycja Bruszkiewicz: Patrycja er upprunalega frá Póllandi en flutti með foreldrum sínum til Íslands á táningsaldri. Hún flutti fyrst til Þorlákshafnar en býr nú í Vestmannaeyjum.


Af hverju Ísland? - Þáttur 3 - Lucinda (Lucy)
03/24/2021

Lucinda Hulda Fonseca: Lucy, eins og hún er kölluð, fæddist á Íslandi 1992 íslenskri móður og portúgölskum föður. Hún bjó lengst af í Portúgal en býr nú í Hafnarfirði.


Af hverju Ísland? - Þáttur 2 - Ruth
03/10/2021

Ruth Zohlen: Ruth varð ástfangin af Íslandi í fyrsta fríinu sínu hingað til lands árið 1978. Örlögin áttu eftir að haga því þannig að hún settist hér að á 9. áratugnum.


Af hverju Ísland? - Þáttur 1 - Klaudia
02/23/2021

Spjall við Klaudiu, þáttastjórnenda sem kom til Íslands 11 ára gömul.


Af hverju Ísland? Kynningarþáttur
02/22/2021

Kynningarþáttur af hlaðvarpinu Af hverju Ísland? Þáttastjórnendur eru Drífa og Klaudia